Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 189

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2013, mánudaginn 13. maí var haldinn 189. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.30. Viðstödd: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Kristín Soffía Jónsdóttir, Eva Baldursdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Þór Steinarsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson.

Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Umhverfis- og auðlindastefna Reykjavíkurborgar. Til umsagnar. (RMF13030006)

Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:

Með virkri umhverfis- og auðlindarstefnu er tekið markvisst skref í því að viðhalda þeim gæðum sem Reykjavík hefur upp á að bjóða fyrir íbúa hennar. Með tilliti ört vaxandi ferðamennsku er mikilvægt að gæði Reykjavíkur haldist og að Reykjavík verði áfram fallegur og ákjósanlegur áningastaður að sækja heim, með þeim kostum sem borgarumhverfið og nærumhverfið hafa upp á að bjóða.

Menningar- og ferðamálaráð vill koma því á framfæri að mikilvægt er að horfa til áhrifa af ferðamennsku inn í slíkri stefnu en á álagstímum eru hér þúsundir ferðamanna. Áhugaverðir mælikvarðar væru til dæmis niðurstöður viðhorfskannana sem tengjast ferðamennsku og Höfuðborgarstofa hefur umsjón með.

Umhverfis- og auðlindastefna styrkir að það umhverfi sem Reykjavík er, verði áfram skapandi og endurnærandi.

2. Lagðar fram 14 umsóknir um skyndistyrki sem bárust fyrir 1. maí 2013.

Samþykkt að fela þriggja manna fagnefnd að fara yfir umsóknir og koma með tillögur að úthlutun skyndistyrkja. Fagnefnd þessi verður skipuð Hafþóri Yngvasyni frá Listasafni Reykjavíkur, Guðrúnu Dís Jónatansdóttur frá Gerðubergi og Einari Bárðarsyni frá Höfuðborgarstofu. (RMF13030010)

3. Útnefning Borgarlistamanns 2013. Trúnaðarmál. Frestað. (RMF13040003)

4. Gunnar Gunnsteinsson framkvæmdarstjóri Tjarnarbíós, Friðrik Friðriksson formaður Menningarfélags Tjarnarbíós og Birna Hafstein formaður SL komu á fundinn og kynntu málefni Tjarnarbíós. Lögð fram skýrsla vegna starfsemi Tjarnarbíós 2012 og Stefnumótun Sjálfstæðu leikhúsanna 2011-2020. Jafnframt lagt fram erindi MTB um frekari aðkomu Reykjavíkurborgar að rekstri. (RMF13010016)

5. Lagt fram erindi frá samráðsvefnum Betri Reykjavík úr flokknum menning og listir dags. 2. apríl 2013 um Betri Reykjavík: Nýta ónotað iðnaðarhúsnæði fyrir hljómsveitir. (RMF13010001)

Afgreiðsla menningar- og ferðamálaráðs:

Reykjavíkurborg styrkir Félag tónlistarþróunarmiðstöðvar á Hólmaslóð, en þar má m.a. finna æfingahúsnæði handa hljómsveitum.

Tónlistarþróunarmiðstöðin starfar í 1500 fermetra húsnæði og sinnir öllu því er viðkemur tónlist, þ.e. æfingum, lifandi flutningi, upptökum, tæknimálum o.fl.

Aðstaða er fyrir 48 hljómsveitir með vöktun, eftirliti, þrifum, öryggiskerfi, o.s.frv.

Þrjár hljómsveitir samnýta 40 fermetra rými. Æfingatímar eru skipulagðir á dagatali til að tryggja sem besta nýtingu. Rýmin eru afar vel úr garði gerð, tvöfaldir veggir og hljóðeinangraðar eldvarnarhurðir.

Tónleikasalurinn Hellirinn rúmar 200-250 manns og er hann eini staðurinn í Reykjavík þar sem allir aldurshópar geta komið og sett upp og/eða horft á tónleika. Með tilkomu Tónlistarþróunarmiðstöðvar var eftirspurn eftir slíkum stað svarað, enda gríðarmikill tónlistaráhugi í gangi hjá þeim aldurshóp sem hefur ekki aldur til að sækja bari og klúbba.

Frekari upplýsingar fást á vefsíðunni http://www.tonaslod.is.

6. Lagður fram undirritaður samstarfssamningur Menningar- og ferðamálasviðs við Rekstrarfélag Sjónlistarmiðstöðvar á Korpúlfsstöðum til staðfestingar. (RMF13010014)

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 15.31

Einar Örn Benediktsson

Margrét Kristín Blöndal Eva Baldursdóttir

Kristín Soffía Jónsdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Áslaug Friðriksdóttir Þór Steinarsson

PDF útgáfa fundargerðar
Menningar_og_ferdamr_1305.pdf