Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 188

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2013, mánudaginn 22. apríl var haldinn 188. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.38. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Þór Steinarsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf frá skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra dags. 17. apríl sl. um að Ósk Vilhjálmsdóttir taki sæti Stefáns Benediktssonar og Þór Steinarsson taki sæti Davíðs Stefánssonar í menningar- og ferðamálaráði og jafnframt að Líf Magneudóttir taki sæti Þórs sem varamaður í ráðinu. (RMF13010020)

2. Lagt fram tveggja mánaða rekstraryfirlit. Trúnaðarmál.

3. Lögð var fram svohljóðandi tillaga: Lagt er til að ráðist verði í úttekt á kostum og göllum þess að sameina rekstur Minjasafns Reykjavíkur og Víkurinnar - Sjóminjasafnsins í Reykjavík undir einum hatti. Jafnframt verði metnir kostir og gallar þess að umsjón með starfsemi og rekstri í Viðey og rekstur Ljósmyndasafns Reykjavíkur verði felldur inn í slíkt skipulag. Tillögunni fylgdi greinargerð. Tillagan var samþykkt. (RMF13050025) - kl. 13.58 kom Þór Steinarsson á fundinn. 4. Páll Guðjónsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kynnti Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins. (RMF13040006)

5. Óskar Dýrmundur Ólafsson hverfisstjóri Breiðholts kynnti drög að stefnu og starfsáætlun fyrir Breiðholt 2013-2014. (RMF13030009) - kl. 14.46 vék Áslaug Friðriksdóttir af fundi. 6. Hrönn Hrafnsdóttir verkefnastjóri kom á fundinn og kynnti tillögur stýrihóps um umhverfis- og auðlindastefnu Reykjavíkurborgar. (RMF13030006)

7. Hanna Styrmisdóttir listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík kom á fundinn og kynnti Listahátíð í Reykjavík 2013. (RMF13010019) - kl. 15.28 vék Margrét Kristín Blöndal af fundi.

- kl. 15.35 vék Ósk Vilhjálmsdóttir af fundi. Fundi slitið kl. 15.40 Einar Örn Benediktsson

Kristín Soffía Jónsdóttir Ósk Vilhjálmsdóttir
Marta Guðjónsdóttir Þór Steinarsson

PDF útgáfa fundargerðar
Menningar_og_ferdamr_2204.pdf