Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 186

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2013, föstudaginn 22. mars var haldinn 186. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 10.09. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Diljá Ámundadóttir, Líf Magneudóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir, Ásmundur Ásmundsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar dags. 5. mars 2013 um að Diljá Ámundadóttir taki sæti í menningar- og ferðamálaráði í stað Hugleiks Dagssonar. Einnig lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 20. mars 2013 um að Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir taki sæti Mörtu Guðjónsdóttur í menningar- og ferðamálaráði og að Marta Guðjónsdóttir taki sæti varamanns í ráðinu í stað Jóns Karls Ólafssonar. (RMF13010020)

2. Fjárhagsáætlun 2014-2018. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu dags. 8. mars 2013 ásamt minnispunktum um kynjaða fjárhags- og starfsáætlunargerð. Lögð fram yfirlit yfir skuldbindingar, valkosti og tækifæri til forgangsröðunar vegna fjárhagsáætlunar 2014-2018. Trúnaðarmál. Sviðsstjóra falið að skila yfirlitum með áorðnum breytingum til fjármálaskrifstofu.

Fulltrúi Samfylkingar Eva Baldursdóttir óskar eftir yfirliti frá sviðinu um listrænt starf í skólum, minnisblaði um Menningarbakpokann og yfirliti yfir þá fjármuni sem varið er í barnamenningu.

3. Endurskoðaður gjafagjörningur Hallsteins Sigurðssonar Frestað. (R05050198)

4. Kynning á starfsemi sjónlistamiðstöðvarinnar á Korpúlfsstöðum. Frestað. (RMF13010014)

5. Undirritaðir samstarfssamningar Menningar- og ferðamálasviðs til staðfestingar. Frestað.

6. Formaður gerir grein fyrir fyrirhugaðri ferð til Tallin 5. apríl nk. til að taka þátt í og halda erindi á ráðstefnunni „Financing the creatives: investment or grant?“. Ferðakostnaður er greiddur af ráðstefnuhaldara.

Fundi slitið kl. 12.12

Einar Örn Benediktsson

Margrét Kristín Blöndal Diljá Ámundadóttir

Líf Magneudóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Menningar_og_ferdamr_2203.pdf