Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 184

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2013, þriðjudaginn 26. febrúar var haldinn 184. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 16.07. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Eva Baldursdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju erindi Elísabetar Ronaldsdóttur dags. 20. febrúar 2013 fyrir hönd stjórnar RIFF þar sem hátíðin óskar eftir áframhaldandi samstarfi við Reykjavíkurborg. (RMF13020014)

- Kl.17:02 vék Eva Baldursdóttir af fundi.

Menningar- og ferðamálaráð óskað bókað:

Niðurstaða menningar- og ferðamálaráðs um styrkveitingu til Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík - RIFF

Alþjóðleg kvikmyndahátíð eða RIFF hefur fest sig í sessi sem ein af mikilvægum borgarhátíðum Reykjavíkurborgar. Ímynd hátíðarinnar er góð og hún hefur getið sér gott orð erlendis. Aðsókn er góð og rekstur skuldlaus.

Vegna síendurtekinna athugasemda, m.a. vegna starfsmannamála og fyrirkomulags hátíðarinnar ákvað menningar- og ferðamálaráð að skipa eftirlitsnefnd til að skoða starfsemi hátíðarinnar betur í samstarfi við RIFF. Niðurstaða nefndarinnar staðfesti að nauðsynlegt væri að gera úrbætur áður en hægt væri að taka ákvörðun um áframhaldandi stuðning við hátíðina.

Aðstandendum RIFF var tilkynnt um þessar niðurstöður og í framhaldi af því lögðu þeir til úrbætur, m.a. hvað varðar virka og starfandi stjórn sem hefur eftirlit með daglegum rekstri og tekur meiriháttar rekstrarákvarðanir.

Ný stjórn hefur nú tekið til starfa og lögð hefur verið fram stefna um starfsmannamál, samstarf við Heimili kvikmyndanna og fagaðila. Vonir standa til að nýtt fyrirkomulag leiði til úrbóta.

Menningar- og ferðamálaráð hefur ákveðið í kjölfar þessa að styrkja hátíðina árið 2013 um 9 milljónir króna og á sama tíma verði árangur af breyttu fyrirkomulagi metinn.

2. Óskir um breytingar á styrktum verkefnum. Frestað.

- Kl.17.33 vék Ósk Vilhjálmsdóttir af fundi.

- Kl.17.34 vék Margrét Kristín Blöndal af fundi.

3. Umsóknir um skyndistyrki. Frestað. (RMF13010035)

Fundi slitið kl. 17.46

Einar Örn Benediktsson

Marta Guðjónsdóttir Áslaug Friðriksdóttir

Davíð Stefánsson

 

PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamr-2602(1).pdf