No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar
Ár 2012, mánudaginn 22. október var haldinn 175. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.35. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Stefán Benediktsson, Eva Baldursdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Áslaug Friðriksdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ásmundur Ásmundsson og Kolbrún Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram 8 mánaða staða Menningar- og ferðamálasviðs. (RMF12060006)
- kl. 13:45 kom Þór Steinarsson á fundinn.
2. Umræður um gjaldskrá Menningar- og ferðamálasviðs 2013.
3. Lagt fram svar Borgarbókasafns Reykjavíkur við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks og formanns á 174. fundi menningar- og ferðamálaráðs dags. 2. október 2012. (RMF120060007)
Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:
Menningar- og ferðamálaráð vill færa sérstakar þakkir til Borgarbókasafnsins fyrir gagnleg störf við fullorðinsfræðslu til almennings. Borgarbókasafnið hefur staðið sig með miklum ágætum í að setja á dagskrá málefni líðandi stundar með samfélagslegt mikilvægi og kynna fyrir almenningi sem aðrar stofnanir mættu taka sér til fyrirmyndar og hvetur ráðið Borgarbókasafnið til að halda áfram með viðteknum hætti.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir skýr svör frá borgarbókaverði. Eins og fram kemur í svari safnsins hefur það að leiðarljósi að gæta ætíð hlutleysis í umfjöllun sinni um menn og málefni. Safnið telur þó að gagnrýni á umtalað fyrirkomulag hafi átt rétt á sér og ákveðið var af starfsmönnum að bregðast við því með breytingum á gestum fundanna og bæta við þriðja frummælandanum. Í framhaldi hafði svo annar af þeim tveimur einstaklingum, sem fengnir höfðu verið til að kynna spurningarnar, kosið á eigin forsendum að draga sig út úr kynningarfundinum.
4. Lagt fram yfirlit yfir umsóknir um styrki til menningar- og ferðamálaráðs 2013 með fyrirvara um að frekari umsóknir eiga eftir að berast úr Ráðhúsi. (RMF12080003)
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir samantekt á því hverjir hafa fengið styrki ár eftir ár, síðastliðin 10 ár, og hversu hátt hlutfall af styrkjapottinum hefur farið til þeirra.
- kl. 14:21 vék Einar Örn Benediktsson af fundi.
- kl. 14:30 vék Margrét Kristín Blöndal af fundi.
5. Lögð fram tillaga safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 17. september 2012 um uppsetningu útlistaverks eftir Rafael Barrios á hringtorgi á mótum Borgartúns og Höfðatúns. Óskað eftir kostnaðaráætlun auk myndrænnar framsetningar af fyrirhugaðri staðsetningu verksins í Borgartúni. Vísað til umsagnar skipulagsráðs. (RF12100002)
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu á fundi ráðsins 24. janúar 2011 sem var svohljóðandi: „Skoðað verði hvernig og eftir hvaða leiðum einkaaðilar geti komið að menningarviðburðum eða verkefnum“. Upplýsinga er óskað um hvenær standi til að leggja hana fram á fundi.
- kl. 14:42 kom Einar Örn Benediktsson aftur á fundinn.
- kl. 15:22 viku Stefán Benediktsson og Eva Baldursdóttir af fundi.
6. Lagt fram minnisblað stýrihóps um fornleifarannsóknir í miðbæ Reykjavíkur dags. 19. október 2012 um framhald rannsókna í miðborginni. Guðný Gerður Guðmundsdóttir borgarminjavörður, Hjörleifur Stefánsson formaður stýrihópsins, Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur og Anna Lísa Guðmundsdóttir Minjasafni Reykjavíkur komu á fundinn og kynntu.
(RMF12090005)
7. Lagt fram bréf Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. september 2012 um Aðalskipulag Reykjavíkur 2010 – 2030, drög að tillögu til kynningar og umræðu. Jafnframt lagt fram bréf Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. október 2012 með skjölunum miðborgarstefna og borgarbúskapur og bréf frá sama aðila dags. 19. október 2012 með skjalinu borgarvernd. Frestað.
Fundi slitið kl. 15.35
Einar Örn Benediktsson
Marta Guðjónsdóttir Áslaug Friðriksdóttir
Þór Steinarsson