Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 173

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar

Ár 2012, mánudaginn 24. september var haldinn 173. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.38. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Stefán Benediktsson, Marta Guðjónsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Hrafnhildur Sigurðardóttir og Kolbrún Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

- kl. 14.04 kom Eva Baldursdóttir á fundinn.

- kl. 15.02 vék Davíð Stefánsson af fundi.
1. Drög að starfs- og fjárhagsáætlun 2013. Sviðsstjóri kynnti tillögur að skiptingu á fjárhagsramma sviðsins og drög að starfsáætlun 2013. Auk þess lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2013, tillaga að gjaldskrá 2013, drög að nýju stefnukorti 2013, drög að skorkorti MOF 2013 og lykiltölur og helstu magntölur í rekstri. Trúnaðarmál. Menningar- og ferðamálaráð vísar drögum að starfs- og fjárhagsáætlun 2013 til borgarráðs. (RMF12010007)

2. Lögð fram að nýju skilagrein starfshóps um samstarf um rekstur og þjónustu almenningsbókasafna og skólasafna í Reykjavík frá september 2012 frá 172. fundi. Óskað eftir að fjármálastjóri Menningar- og ferðamálasviðs rýni tillögur starfshópsins í samvinnu við fjármálastjóra Skóla- og frístundasviðs m.t.t. rekstrarforsendna. Frestað. (RMF11060008)

- kl. 15:28 vék Kolbrún Halldórsdóttir af fundi.

3. 7 mánaða staða MOF. Frestað.

4. Lögð fram að nýju drög að verklagsreglum vegna styrkja 2013 frá 172. fundi. Samþykkt. (RMF06060009)

5. Lagt fram bréf forseta BÍL dags. 20. september 2012 þar sem tilnefnd eru 15 manns í fimm manna faghóp BÍL vegna styrkja 2013. Frestað. (RMF12080003)

6. Lögð fram tillaga um að stjórn Barnamenningarhátíðar 2013 skipi Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir verkefnastjóri barnamenningar formaður, Fríða Bjarney Jónsdóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála Skóla og frístundasviði, Sigrún Sveinbjörnsdóttir verkefnastjóri frístundamála Íþrótta- og tómstundasviði, Signý Pálsdóttir skrifstofustjóri menningarmála Menningar- og ferðamálasviði auk eins fulltrúa frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Samþykkt. (RMF12090004)

7. Skyndistyrkir sem bárust fyrir 1. september sl. – til afgreiðslu. Samþykkt að styrkja eftirfarandi verkefni: Vonarstrætisleikhúsið c/o Vigdís Finnbogadóttir og Sveinn Einarsson kr. 700.000, Alþýðuóperan c/o Signý Leifsdóttir kr. 200.000, Reykjavík Dance Festival c/o Tinna Lind Gunnarsdóttir kr. 150.000, Dómkórinn í Reykjavík c/o Hildur Heimisdóttir kr. 300.000 og Leikhúsið 10 fingur c/o Helga Arnalds kr. 100.000. Samtals úthlutað kr. 1.450.000.- (RMF11120008)

- Kl. 15.48 viku Hrafnhildur Sigurðardóttir, Margrét Kristín Blöndal og Eva Baldursdóttir af fundi.

8. Lögð fram umsókn SÍM dags. 1. september 2012 um þriggja ára samstarfssamning vegna Muggs tengslasjóðs. Frestað. (RMF05090006)
Fundi slitið kl. 15.50
Einar Örn Benediktsson
Stefán Benediktsson Marta Guðjónsdóttir
Áslaug Friðriksdóttir