Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 17

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2005, miðvikudaginn 9. nóvember, var haldinn 17. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 16:15. Mættir: Stefán Jón Hafstein, Ármann Jakobsson, Gísli Marteinn Baldursson, Magnús Þór Gylfason og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Erna V. Ingólfsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram 9 mánaða uppgjör Menningar- og ferðamálasviðs. (R05040235)
2. Lögð fram tillaga, ásamt greinargerð, að verklagi við stefnumótun um list í opinberu rými. (RMF05090030)
Samþykkt.
Einnig var samþykkt að hugmynd um málþing sem reifuð er í greinargerðinni verði jafnframt opinn fundur ráðsins.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:
Þótt taka megi undir að mikilvægt sé að stefnumótun um styttur hefjist með #GLþverfaglegri umræðu um þessar tvær stóru spurningar - hvert er hlutverk og eðli listar í almenningsrými og þannig lagður grunnur fyrir stefnumótandi ákvarðanir#GL þá telja sjálfstæðismenn aðslík #GLþverfagleg#GL umræða um #GLaðferðafræði, almenna mælikvarða og skilyrði fyrir listverkefni í almennum rýmum borgarinnar#GL sé ekki nauðsynleg forsenda þess að reist verði stytta af Tómasi Guðmundssyni, eins og upphafleg tillaga sjálfstæðismanna snerist um. Framkvæmdagleði og virðing fyrir skáldum eru einu forsendurnar sem þarf til þess.
3. Lögð fram svohljóðandi tillaga að verklagi við skipun safnráðs við Listasafn Reykjavíkur: (R05050058)
Lagt er til að leitað verði til Listasafns Reykjavíkur, Bandalags íslenskra listamanna, Listaháskóla Íslands, Sambands íslenskra myndlistarmanna og Íslandsdeildar ICOM eftir hugmyndum að einstaklingum í safnráð fyrir Listasafn Reykjavíkur. Óskað verði eftir tveimur tilnefningum frá hverjum aðila og taki þær tillit til þeirra krafna sem settar eru fram í nýrri samþykkt fyrir Listasafn Reykjavíkur: ,,...skulu fulltrúar hafa yfirgripsmikla þekkingu á myndlist eða rekstri menningarstofnana.” Menningar- og ferðamálaráð tilnefnir jafnframt tvo einstaklinga. Ekki verður litið á tilnefnda einstaklinga sem fulltrúa þeirra sem þá nefna.
Menningar- og ferðamálaráð skipar alls fjóra einstaklinga til tveggja ára í senn. Skal velja þá úr hópi tilnefndra og tekur valið mið af hlutverki safnráðsins sem er ,,...ætlað að vera safnstjóra til ráðuneytis og stuðnings og rýrir ekki valdsvið hans.”
Óskað verður eftir að tilnefningar berist menningar- og ferðmálaráði innan tveggja vikna frá dagsetningu erindis.
Greinargerð fylgdi tillögunni.
Samþykkt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.
- Kl. 16.45 tók Ásrún Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
4. Lagður fram til kynningar listi yfir umsóknir um styrki 2006 (RMF05080008)
5. Lagt fram minnisblað vegna fyrirhugaðrar ferðar 2ja fulltrúa menningar- og ferðamálaráðs og skrifstofustjóra menningarmála til Oslóar á árlegan fund menningarmálanefnda höfuðborga Norðurlanda 2. og 3. desember nk. (RMF05110003)
6. Lögð fram tillaga að breyttum fundartíma ráðsins í desember. Samþykkt að funda dagana 7. og 14. desember.

Fundi slitið kl. 16.50
Stefán Jón Hafstein
Ármann Jakobsson Gísli Marteinn Baldursson
Ásrún Kristjánsdóttir Magnús Þór Gylfason Þorbjörg HelgaVigfúsdóttir