Menningar- og ferðamálaráð
Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar
Ár 2012, mánudaginn 16. apríl, var haldinn 165. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi ráðsins Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 13.13. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Harpa Elísa Þórsdóttir, Eva Baldursdóttir, Stefán Benediktsson, Áslaug Friðriksdóttir, Magnús Þór Gylfason og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Ásmundur Ásmundsson. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram janúar- og febrúaruppgjör Menningar- og ferðamálasviðs 2012.
Kl. 13.21 kom Kolbrún Halldórsdóttir á fundinn.
2. Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur kynnti kostnað við flutning styttunnar Minnismerki óþekkta embættismannsins sem kynnt var á 158. fundi 16. janúar 2012. Kostnaður við flutning styttunnar hljóðar upp á kr. 700.000 sem óskað verður eftir að Framkvæmda- og eignasvið greiði sem lið í framkvæmdum í miðborginni. Sent til afgreiðslu borgarráðs að fenginni umsögn skipulagsráðs.
3. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnti dagskrá Barnamenningarhátíðar sem haldin verður 17. – 22. apríl 2012.
4. Lagt fram minnisblað stjórnar Reykjavík Bókmenntaborgar UNESCO dags. 12. apríl 2012 með tillögum um fyrsta áfanga bókmenntamerkinga í Reykjavík. Kristín Viðarsdóttir verkefnisstjóri kynnti. Auk þess kynntar tillögur um Bókmenntir á bekkjum - fyrsta áfanga í öðrum bókmenntamerkingum þar sem vegfarendur geta tyllt sér á borgarbekki og hlustað á skáldskap sem tengist viðkomandi stað. Samþykkt. Tillögurnar verða sendar Umhverfis- og samgöngusviði og Framkvæmda- og eignasviði til upplýsingar ásamt ósk um samstarf vegna verkefnisins Bókmenntir á bekkjum.
5. Lagðar fram verkefnalýsingar vegna tveggja verkefna Menningar- og ferðamálasviðs sem eru hluti af kynjaðri fjárhagsáætlunargerð 2013; annars vegar um styrki menningar- og ferðamálaráðs og hins vegar um innkaup á safnefni Borgarbókasafns Reykjavíkur.
6. Lagður fram til staðfestingar samningur milli Menningar- og ferðamálasviðs f.h. Reykjavíkurborgar og Jazzhátíðar í Reykjavík dags. 26. mars 2012. Samþykkt.
7. Lögð fram beiðni á endurnýjun á leyfi til Snarfara dags. 28. mars 2012 um að byggja flotbryggju við Viðey sem veitt var á fundi ráðsins 20. maí 2012. Samþykkt með ábendingum um að öryggismál og rekstur bryggjunnar sé á ábyrgð umsækjanda.
Fundi slitið kl. 14.19
Einar Örn Benediktsson
Harpa Elísa Þórsdóttir Stefán Benediktsson
Eva Baldursdóttir Áslaug Friðriksdóttir
Magnús Þór Gylfason Davíð Stefánsson