Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 163

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2012, mánudaginn 19. mars, var haldinn 163. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi ráðsins Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 13.08. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Harpa Elísa Þórsdóttir, Stefán Benediktsson, Jón Karl Ólafsson, Jarþrúður Ásmundsdóttir og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Undirbúningur fjárhagsáætlunar. Lagðar fram að nýju áherslur og forgangsröðun í málaflokknum 2013 – 2017 ásamt forsendulista. Trúnaðarmál.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá.

2. Lögð fram skýrsla um Vetrarhátíð 2012. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnti.

3. Lagt fram minnisblað dags. 8. mars 2012 um tillögu að breytingu á starfsáætlun Höfðuborgarstofu vegna umsjónar með skipulagi og framkvæmd Hátíðar hafsins. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnti.
Samþykkt.

4. Lagt fram minnisblað dags. 8. mars 2012 um upphaf starfsemi Ráðstefnuskrifstofu Reykjavíkur - RR. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnti.

5. Lagður fram til staðfestingar samningur milli Menningar – og ferðamálasviðs f.h. Reykjavíkurborgar og Blúshátíðar í Reykjavík dags. 6. mars 2012.
Samþykkt.

6. Lagt fram til staðfestingar erindisbréf starfshóps um endurskoðun menningarstefnu Reykjavíkurborgar.
Samþykkt.

7. Lagt fram erindi dags. 23. febrúar 2012 frá Orra Frey Finnbogasyni og Þorsteini Davíðssyni um að efla metnaðarfulla götulist með aðgerðaráætlun, aðstöðu og kennslu. Frestað.

8. Lögð fram hugmynd úr flokknum menningarmál af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 31 febrúar 2012 um að höfuðborgarsvæðið verði eitt bókasafnssvæði.
Afgreiðsla menningar- og ferðamálaráðs:
Nú þegar er samstarf milli Reykjavíkur, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness í þessum efnum. Borgarbókasafn Reykjavíkur, Bókasafns Seltjarnarness og Bókasafn Mosfellsbæjar gerðu með sér samning árið 2000 um samnýtingu lánþegaheimilda og safnkost. Lánþegaheimild keypt í einu þessara safna gildir þá í hinum og er einig hægt að skila gögnum hvar sem er á svæðinu. Hægt er að biðja um millisafnalán og senda á milli safnanna. Þetta fyrirkomulag hefur gefist afar vel og nýst notendum safnanna vel. Samstarf Bókasafns Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Álftaness hófst fyrir fimm árum og er með svipuðu sniði. Lánþegar borga árgjald í sínu heimasafni en geta notað það í öllum fjórum söfnunum að vild. Árið 2011 var starfandi verkefnahópur innan Framtíðarhóps Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um samstarfs safna á svæðinu sem skoðaði rekstur héraðsskjalasafna, bókasafna og annarra safna.
Tillögur hópsins varðandi bókasöfnin á svæðinu voru aðallega tvær:

Lagt er til að samstarf bókasafna á svæðinu verði aukið á formlegum vettvangi. Í dag starfa bókasöfnin saman í tveimur aðskildum hópum en hagræði og aukin þjónusta án aukins kostnaðar er möguleg með aukinni samvinnu.

Lagt er til að komið verði á sameiginlegu bókasafnsskírteini allra almenningssafna á höfuðborgarsvæðinu, og skoðað verði hvort grundvöllur er fyrir rekstri á bíl til að keyra gögn á milli safna vikulega, líkt og þegar er gert í Borgarbókasafni, Bókasafni Seltjarnarness og Bókasafni Mosfellsbæjar í dag. Slíkt myndi skila notendum safnanna miklum ávinningi og auka nýtingu safnkosts safnanna. Hefði hins vegar líklega aukinn kostnað í för með sér fyrir önnur söfn en Borgarbókasafn vegna flutnings safnkosts milli safna og flokkunarstöðvar.

Tillögur vinnuhópsins hafa þegar verið sendar til Framtíðarhóps Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og eru þar til umfjöllunar.
9. Lögð fram hugmynd úr flokknum ferðamál af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 31. febrúar 2012 um að merkja betur jarðfræðilega staði í Reykjavík.
Afgreiðsla menningar- og ferðamálaráðs:
Samþykkt að vísa hugmyndinni til umhverfis- og samgönguráðs sem hefur með jarðfræðilegar merkingar í borgarlandinu að gera.

10. Alþjóðleg kvikmyndhátíð í Reykjavík.
Samþykkt að veita Menningar- og ferðamálasviði heimild til að gera samning við hátíðina til eins árs í stað þriggja að uppfylltum skilyrðum.

Fundi slitið kl. 14.30
Einar Örn Benediktsson

Stefán Benediktsson Harpa Elísa Þórsdóttir
Jarþrúður Ásmundsdóttir Jón Karl Ólafsson
Davíð Stefánsson