Menningar- og ferðamálaráð - fundur nr. 160

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2012, mánudaginn 15. febrúar, var haldinn 160. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og hófst hann kl. 12.23. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Harpa Elísa Þórsdóttir, Stefán Benediktsson, Eva Baldursdóttir og Áslaug Friðriksdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra menningarmála dags. 14. febrúar og ræddar samningsforsendur vegna fyrirhugaðrar auglýsingar um rekstur í Iðnó. Jafnframt lagðar fram upplýsingar um samningsforsendur og útboð vegna rekstrar í Iðnó frá árinu 2004. Lagt fram erindi frá lögmannsstofunni Vík f.h. leigutaka í Iðnó dags. 12. janúar 2012 með ósk um framlengingu leigusamnings til 31. ágúst 2012. Samþykkt. Jafnframt lagt fram erindi frá leigutaka í Iðnó dags. 11. janúar 2012 varðandi eigur leigutaka í húsinu. Vísað til skrifstofu menningarmála.

2. Lagðar fram til kynningar ályktanir frá aðalfundi BÍL sem haldinn var í janúar 2012.

3. Lagður fram til staðfestingar undirritaður samningur við Iceland Airwaves 2012 – 2014 dags. 31. janúar 2012. Samþykkt.

4. Lagt fram erindi frá Film Kontakt Nord dags. 20. janúar 2012 þar sem óskað er eftir því að Reykjavíkurborg hýsi hina árlegu Nordisk Panorama kvikmyndahátíð varanlega. Menningar- og ferðamálasviði falið að skoða málið.

5. 39 umsóknir um skyndistyrki lagðar fram ásamt yfirliti auk tveggja umsókna sem bárust sviðinu ekki í styrkjaferli v. 2012.

6. Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:

Menningar- og ferðamálaráð færir stjórn og starfsmönnum Vetrarhátíðar og öllum þeim sem komu að hátíðinni ástarþakkir fyrir að lýsa upp hug okkar og hjörtu í skammdeginu.

Fundi slitið kl. 13.03
en þá tók við vinnufundur menningar- og ferðamálaráðs til kl. 17.30
Einar Örn Benediktsson

Eva Baldursdóttir Stefán Benediktsson
Áslaug Friðriksdóttir Harpa Elísa Þórsdóttir