Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 16

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 26. október, var haldinn 16. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 16:00. Mættir: Stefán Jón Hafstein, Andri Snær Magnason, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Erna V. Ingólfsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Guðjón Pedersen leikhússtjóri mætti á fundinn og kynnti starfsáætlun Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi 2005 til 2006. (RMF05100008)

2. Margrét Rósa Einarsdóttir staðarhaldari í Iðnó mætti á fundinn og kynnti starfsemina og reksturinn auk þess að leggja fram yfirlit yfir menningarstarfsemi í Iðnó frá september 2004 til október 2005. (RMF05100009)

3. Lögð fram tillaga að skipan eftirtalinna í fagnefnd til að gera tillögur til ráðsins um styrkveitingar á grundvelli umsókna fyrir árið 2006: (RMF05080008)
Randver Þorláksson, leikari, Sigurður Flosason, tónlistarmaður, Björn Brynjúlfur Björnsson, kvikmyndagerðarmaður, Anna Líndal, myndlistarmaður, Úlfhildur Dagsdóttir, bókmenntafræðingur.
Greinargerð fylgdi tillögunni.
Samþykkt.

4. Kynnt var Ferðamálaráðstefnan 2005, sem Höfuðborgarstofa heldur í samvinnu við ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins í Reykjavík 27. og 28. október n.k.

5. Lagt fram bréf borgarráðs, dags. 21. október sl. þar sem samþykkt er að vísa áskorun (ódags.) nokkurra myndlistarmanna um endurskoðun reglugerðar Listasafns Reykjavíkur, til meðferðar ráðsins. Vísað til safnstjóra Listasafns Reykjavíkur til kynningar vegna endurskoðunar á stefnu um notkun á sölum safnsins. Óskað er eftir áliti safnstjóra á erindi þessu. (R05050058)

Fundi slitið kl. 17.30

Stefán Jón Hafstein
Andri Snær Magnason Rúnar Freyr Gíslason
Ármann Jakobsson Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Ásrún Kristjánsdóttir