Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 159

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2012, mánudaginn 30. janúar, var haldinn 159. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.10. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Harpa Elísa Þórsdóttir, Stefán Benediktsson, Eva Baldursdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Magnús Þór Gylfason og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Hrafnhildur Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

- Kl. 13.26 kom Kolbrún Halldórsdóttir á fundinn.

1. Birgir Björn Sigurjónsson fjármálastjóri Reykjavíkurborgar kynnti endurnýjaðar reglur um gerð fjárhagsáætlunar hjá Reykjavíkurborg. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjóra dags. 12. janúar 2012 um reglur fjárhagsáætlunar. Þennan lið sátu jafnframt Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Guðrún Dís Jónatansdóttir forstöðumaður Gerðubergs, Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður, María Karen Sigurðardóttir forstöðumaður Ljósmyndasafns Reykjavíkur, Erla Kristín Jónasdóttir safnstjóri aðalsafns Borgarbókasafni, Anna Torfadóttir borgarbókavörður, Anna Friðbertsdóttir skrifstofustjóri Listasafn Reykjavíkur og Heiðrún Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri fjármála- og mannauðsmála skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs. (RMF12010007)

2. Birgir Björn Sigurjónsson fjármálastjóri Reykjavíkurborgar kynnti kynjaða fjárhagsáætlunargerð. Þennan lið sátu jafnframt Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Guðrún Dís Jónatansdóttir forstöðumaður Gerðubergs, Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður, María Karen Sigurðardóttir forstöðumaður Ljósmyndasafns Reykjavíkur, Erla Kristín Jónasdóttir safnstjóri aðalsafns Borgarbókasafni, Anna Torfadóttir borgarbókavörður, Anna Friðbertsdóttir skrifstofustjóri Listasafn Reykjavíkur og Heiðrún Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri fjármála- og mannauðsmála skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs.

3. Lögð fram 11 mánaða staða Menningar- og ferðamálasviðs.

4. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra menningarmála dags. 25. janúar um endurnýjun samstarfssamnings um rekstur Sjónlistarmiðstöðvar á Korpúlfsstöðum. Jafnframt lögð fram drög að nýjum samstarfssamningi. Frestað. (RMF05100003)

5. Lagðir fram til staðfestingar undirritaðir samningar við Samtök iðnaðarins v. Food and Fun dags. 16. janúar 2012, Tónskáldafélag Íslands v. Myrkra músíkdaga dags. 21. desember 2011 og Hönnunarmiðstöð v. HönnunarMars dags. 24. janúar 2012. Samþykkt. (RMF11110010)

6. Betri Reykjavík – Jólaþorp í Laugardalinn. Lögð fram hugmynd úr flokknum menning og listir á Betri Reykjavík dags. 30. desember 2011 um að koma á fót jólaþorpi í Laugardalnum.

Afgreiðsla ráðs:
Í desember 2011 hrinti Reykjavíkurborg af stað verkefninu Jólaborgin Reykjavík í samræmi við Ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar 2011 – 2020 með það að markmiði að fjölga gestum og auka verslun á aðventunni. Á aðventunni var í boði ýmis konar fjölbreytt dagskrá m.a. í Laugardalnum; Kaffi Flóra var með jólabasar og jólatrjáasölu, tónlistaruppákomur í Grasagarðinum og víðar, jólakötturinn og ýmsar uppákomur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum fyrir fjölskyldur. Aukið var við skreytingar í dalnum og var þema svæðisins Jólakötturinn.
Ein af aðgerðum í Ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar 2011 – 2020 er að komið verði á fót Jólalandi í Laugardalnum með aðkomu Grasagarðs, Fjölskyldu- og húsdýragarðs, Skautahallar og Laugardalslaugar.

Haldið verður áfram að þróa verkefnið á næstu árum og verða þær hugmyndir sem hér koma fram gott innlegg í þá vinnu.
(RMF12020001)
7. Betri Reykjavík – Semja ratleik sem leiðir ferðamenn um borgina. Lögð fram hugmynd úr flokknum ferðamál á Betri Reykjavík dags. 30. desember 2011 um að ratleik fyrir ferðamenn.

Afgeiðsla ráðs:
Nú þegar er boðið upp á fjölbreytt úrval borgarganga fyrir borgarbúa og ferðamenn á vegum menningarstofnana Reykjavíkurborgar. Bæklingar eru til á ensku með korti og ábendingum um helstu kennileiti í miðborginni sem aðgengilegir eru á helstu viðkomustöðum ferðamanna.
Fyrir nokkrum árum stóð Reykjavíkurborg fyrir ratleik í borginni í samvinnu við Símann í tengslum viðburðinn Ferðalang á heimaslóð þar sem hægt var að hringja í ákveðin kennileiti, safna upplýsingum og svara spurningum sem skilað var í vinningspott. Hægt væri að vinna áfram með þá hugmynd, farsímalausnir eða aðrar lausnir í samstarfi við hagsmunaaðila (Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins) og einkaaðila (ferðaþjóna og símafyrirtæki).

Þar að auki má nefna að verið er að þróa ýmsar vef- og farsímalausnir sem munu nýtast í þessum tilgangi; m.a. leiðsagnir, hlaðvarp, rafrænar göngur o.s.frv. bæði fyrir borgarbúa og erlenda gesti. Höfuðborgarstofa er þessa dagana, með átaksstarfsmanni, að skoða mismunandi möguleika á Reykjavíkur-viðbótum fyrir snjallsíma og spjaldtölvur fyrir ferðamenn (og heimamenn), og ratleikir/göngur eru í sumum tilfellum hluti af tilboðum forritara. Það má því segja að a.m.k. hluti hugmyndarinnar sé nú þegar í skoðun.
(RMF12020001)
- Kl. 15.13 vék Davíð Stefánsson af fundi.
- Kl. 15.14 vék Kolbrún Halldórsdóttir af fundi.

8. Samþykkt að starfsdagur menningar- og ferðamálaráðs verði miðvikudaginn 15. febrúar 2012 kl. 12 – 17.

Fundi slitið kl. 15.18
Einar Örn Benediktsson
Eva Baldursdóttir Stefán Benediktsson
Áslaug Friðriksdóttir Harpa Elísa Þórsdóttir
Magnús Þór Gylfason