No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2012, mánudaginn 16. janúar, var haldinn 158. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti – Vesturgötu og hófst hann kl. 13.12. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Harpa Elísa Þórsdóttir, Stefán Benediktsson, Eva Baldursdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúi SAF: Ólafur Torfason. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram að nýju tillögur faghóps að styrkveitingum menningar- og ferðamálaráðs árið 2012 ásamt greinargerð.
Eftirtaldar tillögur voru samþykktar:
Lúðrasveit Reykjavíkur, Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur verði útnefndar Tónlistarhópur Reykjavíkur 2012 og hljóti 700.000. kr. styrk hver, samtals 2.1 m.kr.
Aðrir styrkir:
5,7 m.kr. Nýlistasafnið
5,5 m.kr. Heimili kvikmyndanna – Bíó Paradís
2 m. kr. hver: Leikhópurinn Vesturport, Kling og Bang og Bandalag sjálfstæðra leikhúsa
1.6 m.kr. Stórsveit Reykjavíkur
1.5 m.kr. hver: Caput, Kammersveit Reykjavíkur og Lókal leiklistarhátíð
1.4 m.kr. Reykjavík Dance Festival
1 m.kr. hver: Gallerí Ágúst, Kristín Gunnarsdóttir, Möguleikhúsið, Nýsköpunarsjóður tónlistar - Musica Nova og Ung Nordisk Musik
900 þús. kr. Myndlistarhátíðin Sequences
800 þús. kr. Múlinn jazzklúbbur
700 þús. kr. Myndhöggvarafélagið í Reykjavík
600 þús. kr. hver: Katla Þórarinsdóttir, Reykjavík Fashion Festival
500 þús. kr. hver: 15:15 tónlistarsyrpa, ArtFart, Herbergi 408, Ég og vinir mínir, Félag kvikmyndargerðarmanna, Lab Loki, List án landamæra, Nýhil v. ljóðahátíðar, Samtök um danshús, Spark Design og Stefán Benedikt Vilhelmsson
450 þús. kr. hver: Harpa Arnardóttir, Vox Feminae, Listvinafélag Hallgrímskirkju og Listafélag Langholtskirkju
400 þús. kr. hver: Aldrei óstelandi, Brian Douglas Gerke og Steinunn Ketilsdóttir, Camerarctica, Elektra Ensemble, Félag íslenskra organista, Kammermúsíkklúbburinn, Kviss Búmm Bang, Listasafn ASÍ, Barnabókmenntahátíðin Mýrin, Nordic Affect, Ólafur Sveinn Gíslason, Schola Cantorum, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Soðið svið og Tangófélagið
350 þús. kr. hver: Evrópusamband píanókennara, Gísli Galdur Þorgeirsson, Íslensk grafík, Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan, John A. Speight, SuðSuðVestur og Tinna Þorsteinsdóttir
300 þús. kr. hver: Halaleikhópurinn, IBBY á Íslandi, Leikfélagið Hugleikur, ReykjavíkurAkademían, Sviðslistafélagið og Söngkvöldafélagið
250 þús. kr. hver: Alþýðuóperan, Fatahönnunarfélag Íslands, Ljósvakaljóð, Nýhil v. starfsemi og Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson
200 þús. kr. hver: Hugi Guðmundsson, Bjarni Thor Kristinsson, Dansfélagið Krummi, Félag íslenskra tónlistarmanna, Töframáttur tónlistar, Hafsteinn Þórólfsson, Raflistafélag Íslands, Sharon R. Linda Sigurðardóttir, Samband íslenskra myndlistarmanna, Tríó Reykjavíkur, Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og Við og við
150 þús. kr. hver: Artíma félag nemenda við listfræði í HÍ og Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr
100 þús. kr. hver: Leikfélagið Snúður og Snælda og Söngsveitin Fílharmónía
Samtals voru samþykktir 88 styrkir að heildarupphæð kr. 57.5 m.kr.
Að auki Borgarhátíðarsjóður sem nemur samtals 35 m.kr. í samræmi við ákvörðun á fundi menningar- og ferðamálaráðs dags. 19. desember 2011 sem skiptist þannig:
10 m.kr. Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves
9 m.kr. Alþjóðleg kvikmyndahátíð – RIFF
5 m.kr. Hönnunarmars
3 m.kr. Jazzhátíð í Reykjavík
2 m.kr. hver: Blúshátíð í Reykjavík, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Myrkir músikdagar og Food&Fun.
Menningar- og ferðamálaráð þakkar faghópi um styrki 2012 fyrir faglegt og gott starf.
(RMF11070005)
- Kl. 13.25 komu Kolbrún Halldórsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Jarþrúður Ásmundsdóttir á fundinn.
2. Lögð fram til kynningar drög að samþykktum fyrir Ráðstefnuborgina Reykjavík. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfðuborgarstofu kynnti.
Samþykkt að Sif Gunnarsdóttir verði fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn RR. (RMF11120001)
3. Lagt fram minnisblað safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 7. nóvember 2011 um nýja staðsetningu styttunnar Minnismerki óþekkta embættismannsins. Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur kynnti. Safnstjóra falið að gera kostnaðaráætlun fyrir flutning styttunnar í samráði við Framkvæmda- og eignasvið. Frestað. (RMF11120005)
4. Lögð fram að nýju ályktun SAF um stækkun griðasvæðis hvala á Faxaflóa dags. 15. nóvember 2011.
Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:
Menningar- og ferðamálaráð viðurkennir mikilvægi hvalaskoðunar fyrir ferðaþjónustu höfuðborgarinnar í samræmi við Ferðamálastefnu Reykjavíkur 2011-2020. Ráðið beinir því til sjávarútvegsráðherra að skoða alvarlega erindi SAF varðandi stækkun griðasvæðis hvala í Faxaflóa og hvetur ráðherra til að skoða hagsmuni þessarar sívaxandi greinar í ferðaþjónustu. (RMF11110009)
5. Lagt fram minnisblað stýrihóps um fornleifar í miðbænum dags. 31. desember 2011. Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður kom á fundinn og kynnti vinnu við fornleifarannsóknir við Alþingisreit. Stýrihópurinn leggur til að farið verði í frekari skoðun á svæðinu vestur af Alþingisreit. Sviðsstjóra og borgarminjaverði falið að móta formlega tillögu ásamt kostnaðaráætlun. Frestað. (RMF10120007)
6. Lagt fram erindi borgarráðs dags. 16. desember 2011 um erindi Víkurinnar - Sjóminjasafnsins í Reykjavík dags. 8. desember 2011 þar sem óskað er eftir að hafnar verði viðræður við Reykjavíkurborg um að safnið verði gert að borgarsafni. Óskað er eftir umsögn menningar- og ferðamálaráðs.
Menningar- og ferðamálaráð telur starfsemi Víkurinnar - Sjóminjasafnsins í Reykjavík mikilvæga og leggur til við borgarráð að fela Menningar- og ferðamálasviði í samvinnu við fjármálaskrifstofu að skoða grundvöll viðræðna og mögulegar leiðir til að bæta rekstargrundvöll safnsins. (RMF11120011)
7. Málefni Kolaportsins. Umræður um fyrirhugaða lokun Kolaportsins. Lagt fram bréf Sigurðar T. Garðarssonar dags. 7. janúar 2012 um fyrirhugaða lokun.
Menningar- og ferðamálaráðs óskaði bókað:
Menningar- og ferðamálaráð telur Kolaportið mikilvægan þátt í menningarlífi borgarinnar og tekur undir með þeim sem þar starfa að mikilvægt sé að gæta þess að starfsemi þess leggist ekki af í lengri tíma vegna breytingar á húsnæði. (RMF12010006)
8. Lagt fram boðsbréf frá Þórshöfn í Færeyjum dags. 31. október 2011 vegna fundar menningarmálanefnda höfuðborga Norðurlanda sem haldinn verður í Þórshöfn Færeyjum 22. – 25. maí 2012.
Samþykkt að fyrir hönd menningar- og ferðamálaráðs fari Einar Örn Benediktsson formaður og Áslaug Friðriksdóttir.
Fundi slitið kl. 15.05
Einar Örn Benediktsson
Eva Baldursdóttir Stefán Benediktsson
Áslaug Friðriksdóttir Harpa Elísa Þórsdóttir
Jarþrúður Ásmundsdóttir Davíð Stefánsson