Menningar- og ferðamálaráð
Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2011, mánudaginn 28. nóvember, var haldinn 155. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti – Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 13:11. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Hugleikur Dagsson, Stefán Benediktsson, Eva Baldursdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Magnús Þór Gylfason og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram 9 mánaða uppgjör Menningar- og ferðamálasviðs ásamt skorkorti, embættisafgreiðslum borgarminjavarðar 1. júlí til 30. september 2011, yfirliti yfir listaverkainnkaup Listasafns Reykjavíkur 1. janúar – 1. september 2011 og yfirliti yfir almenn innkaup frá júlí til september á Menningar- og ferðamálasviði yfir 1.000.000.- (RMF11080004)
2. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnti stöðuna á tveimur forgangsatriðum ferðamálastefnu 2011 – 2020; jólaborgina og áætlun um Ráðstefnuskrifstofu Reykjavíkur. (RMF10070003)
Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:
Þær hugmyndir sem fyrir fundinum liggja um Ráðstefnuskrifstofu Reykjavíkur verði sendar til umsagnar helstu ferðaþjónustuaðila. Óskað verði eftir umsögnum frá Íslandsstofu, Ráðstefnuskrifstofu Íslands, SAF og öðrum aðilum sem að málinu koma. Umsagnir liggi fyrir áður en tillagan kemur til ráðsins til afgreiðslu.
3. Lagt fram minnisblað forstöðumanns Ljósmyndasafns Reykjavíkur dags. 18. nóvember 2011 um samstarf Ljósmyndasafns Reykjavíkur og Ljósmyndasafns Íslands sem óskað var eftir í kjölfar tillögu Sjálfstæðisflokks frá 150. fundi um sama efni. (RMF11090008)
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagna umsögn safnstjóra Ljósmyndasafns Reykjavíkur og þeirri niðurstöðu að hugsanlega muni samlegð efla faglegt starf Ljósmyndasafns Reykjavíkur og Ljósmyndasafns Íslands fyrir sama fé. Mikilvægt er að leita allra mögulegra leiða til að nýta fé úr sameiginlegum sjóðum eins og hægt er.
Formaður óskaði bókað:
Formaður menningar- og ferðamálaráðs fagnar bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
- Kl. 14.15 kom Ásmundur Ásmundsson áheyrnarfulltrúi SÍM á fundinn
4. Lagt fram erindi SAF dags. 15. nóvember 2011 þar sem fram kemur ályktun SAF um að menningar- og ferðamálaráð beiti sér fyrir stækkun griðasvæðis hvala í Faxaflóa. (RMF11110009)
5. Lagt fram erindi Nýlistasafnsins dags. 17. nóvember 2011 þar sem óskað er eftir endurnýjun samnings um húsnæðisstyrk.
Frestað. (RMF11110004)
6. Betri Reykjavík – Setja upp aðstöðu fyrir unga vegglistamenn – Frestað fá 154. fundi. Lagðar fram upplýsingar frá Framkvæmda- og eignasviði um málið. Vinna þarf úr gögnum sem bárust. Frestað til næsta fundar 12. desember n.k. (RMF11110001)
7. Betri Reykjavík - Bjóða hljómsveitum að troða upp á Lækjartorgi á laugardögum. Frestað fá 154. Óskað eftir frekari gögnum.
Frestað til næsta fundar 12. desember n.k. (RMF11110001)
8. Betri Reykjavík – Matarmarkað á hafnarbakkann. Frestað fá 154. fundi. Lagðar fram umsagnir frá forstöðumanni Höfuðborgarstofu og deildarstjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Vinna þarf úr gögnum sem bárust.
Frestað til næsta fundar 12. desember n.k.. (RMF11110001)
9. Betri Reykjavík – Endurvekja Laugaveg sem verslunargötu með ferðamenn í huga. Frestað fá 154. fundi. Lagðar fram upplýsingar frá Skipulags- og byggingarsviði um skipulag á Laugavegi. Vinna þarf úr gögnum sem bárust.
Frestað til næsta fundar 12. desember n.k. (RMF11110001)
10. Næsti fundur eru reglubundinn fundur 12. desember. Aukafundur verður haldinn 19. desember kl. 16 vegna afgreiðslu styrkja 2012. (RMF11110001)
Fundi slitið kl. 14.55
Einar Örn Benediktsson
Hugleikur Dagsson Stefán Benediktsson
Magnús Þór Gylfason Eva Baldursdóttir
Áslaug Friðriksdóttir Davíð Stefánsson