Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 153

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2011, mánudaginn 24. október, var haldinn 153. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.15. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Harpa Elísa Þórsdóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir, Stefán Benediktsson, Magnús Þór Gylfason, Áslaug Friðriksdóttir og Þór Steinarsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Vesturport – ósk um samstarfsamning – Frestað frá 152. fundi 3. október s.l. Lögð fram framtíðaráætlun Vesturports 2011 – 2014 og nánar um framtíðarsýningar Vesturports 2011 - 2014. Samþykkt að vísa umsókn til fagnefndar um styrki 2012. (RMF11090009)
- Kl. 13.21 vék Þór Steinarsson af fundi.
2. Lagt fram erindi BÍL dags. 11. október 2011 með tilnefningum 15 einstaklinga til að skipa 5 manna faghóp um styrki 2012. Auk þess lagt fram yfirlit yfir faghópa menningar- og ferðamálaráðs frá 2005. Lagt til að faghópinn skipi Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur, Gunnar Hrafnsson tónlistarmaður, Lárus Ýmir Óskarsdóttir leikstjóri, Þóra Þórisdóttir myndlistarmaður og Sólrún Sumarliðadóttir menningarfræðingur og tónlistarmaður sem verði formaður hópsins. Samþykkt. (RMF11070005)
- Kl. 13.23 tók Þór Steinarsson aftur sæti á fundinum.
- Kl. 13.38 vék Hrafnhildur Sigurðardóttir af fundi.
3. Lagt fram bréf formanns SÍM dags. 5. október 2011 vegna uppsagnar á húsnæði félagsins að Hafnarstræti 16, ásamt ályktun og greinargerð frá aðalfundi SÍM um sama efni. Auk þess lagt fram minnisblað dags. 2. febrúar 2011 frá SÍM vegna húsaleigusamnings vegna Hafnarstrætis, upplýsinga um starfsemi SÍM og ályktunar frá fundi Sambandsráðs SÍM dags. 18. október s.l. Menningar- og ferðamálasviði falið að gera samning við SÍM um áframhaldandi afnot af Hafnarstræti 16 og jafnframt að starfa áfram með SÍM að lausn að framtíðar húsnæðismálum félagsins og gera viðeigandi breytingar á drögum á fjárhagsáætlun. (RMF11060002)
4. Lögð fram umsókn SÍM um endurnýjun á samstarfssamningi til eins árs við Reykjavíkurborg um Mugg – tengslasjóð fyrir myndlistarmenn dags. 3. október 2011. Samþykkt með fyrirvara um samþykkta fjárhagsáætlun. (RMF0509006)
- Kl. 14.00 vék Ósk Vilhjálmsdóttir af fundi.
- Kl. 14.00 tók Hrafnhildur Sigurðardóttir aftur sæti á fundinum.
- Kl. 15.11 kom Hugleikur Dagsson á fundinn.
- Kl. 15.57 vék Hugleikur Dagsson af fundi.
5. Starfs- og fjárhagsáætlun 2012. Lögð fram drög að starfsáætlun Menningar- og ferðamálasviðs, drög að fjárhagsáætlun, stefnu- og skorkorti og gjaldskrá Menningar- og ferðamálasviðs 2012. Sviðsstjóri kynnti miðlægar áherslur og verkefni sviðsins á árinu 2012 og forstöðumenn menningarstofnana kynntu helstu áherslur sinna stofnana. Menningar- og ferðamálaráð vísar drögum að starfs- og fjárhagsáætlun 2012 til borgarráðs. (RMF11080003)
Fundi slitið kl. 16.12

Einar Örn Benediktsson
Harpa Elísa Þórsdóttir Stefán Benediktsson
Magnús Þór Gylfason Áslaug Friðriksdóttir
Þór Steinarsson