Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 151

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2011, mánudaginn 26. september, var haldinn 151. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti – Vesturgata 1 og hófst hann kl. 13.10. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Harpa Elísa Þórsdóttir, Stefán Benediktsson, Eva Baldursdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Áslaug Friðriksdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 18. ágúst 2011 þar sem fram kemur að Guðrún Jóna Jónsdóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir taki sæti sem varamenn Samfylkingar í menningar- og ferðamálaráði í stað Höskuldar Sæmundssonar og Hildar Hjörvar. (RMF10060011)

- Kl. 13.14 komu Davíð Stefánsson og Kolbrún Halldórsdóttir á fundinn.

2. Staðan á starfs- og fjárhagsáætlun 2012 rædd. Aukafundur boðaður mánudaginn 3. október kl. 13:00.

- Kl. 13.27 vék Berglind Ólafsdóttir af fundi.

3. Umsóknir um skyndistyrki ráðsins er lagðar voru fram á 150. fundi 12.9.2011- til afreiðslu. Lögð fram tillaga um að styrkja eftirfarandi verkefni: Félag leikskálda og handritshöfunda v. Grósku kr. 300.000, Leikhópurinn Leikur einn v. leikverksins Hvílíkt snilldarverk er maðurinn kr. 300.000, Leikhópurinn Háaloftið v. söngleiksins Hrekkjusvín kr. 300.000, Bjargey Ólafsdóttir v. verkefnisins Nú nú Now Now kr. 100.000, Alliance Francaise v. sýningar um ævi og verk Iréne Némirovsky kr. 100.000, Tríó Reykjavíkur v. hádegistónleika á Kjarvalsstöðum kr. 200.000, SuðSuðVestur v. leiksýningarinnar Eftir lokin kr. 200.000, Töfralampinn v. kvikmyndafræðslu fyrir börn í Bíó Paradís kr. 300.000 og Nýhil v. Alþjóðlegrar ljóðahátíðar 2011 kr. 800.000. Samþykkt. (RMF11010001)

4. Lagðar fram verklagsreglur ráðsins um styrki 2012. Samþykkt. Jafnframt samþykkt að óska eftir að BÍL tilnefni í 15 einstaklinga í faghóp til að fara yfir styrkumsóknir 2012. (RMF06060009)

5. Lagt fram erindi Húsafriðunarnefndar dags. 31. ágúst 2011 þar sem lagt er til að innra byrðis Gunnarshúss skuli friðað. Óskað er eftir athugasemdum frá Reykjavíkurborg fyrir 11. október. Vísað til umsagnar borgarminjavarðar. (RMF11030006)

6. Tillaga Sjálfstæðisflokks um Ljósmyndasafn Reykjavíkur sem lögð var fram á 150. fundi 12.9.2011 rædd. Óskað eftir minnisblaði frá safnstjóra Ljósmyndasafns Reykjavíkur um málið. Jafnframt að lögð verði fram þau gögn sem til eru um sambærilegar athuganir frá síðasta áratug. (RMF11090008)

7. Lagt fram erindi frá leikhópnum Vesturporti dags. 16. september 2011 þar sem óskað er eftir að Reykjavíkurborg geri 3ja ára samning við Vesturport. Frestað. (RMF11090009)

8. Lögð fram verk- og markaðsáætlun september 2011 til september 2014 fyrir Ísland - Allt árið – markaðsverkefni í vetrarferðamennsku. (RMF11070001)

Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:
Menningar- og ferðamálaráð fagnar sérstaklega afar góðum árangri samstarfs ferðaþjónustuaðila, borgarinnar og ríkisins í átaksverkefninu Inspired by Iceland. Samhent átak þessara aðila á skömmum tíma hefur svo sannarlega sannað tilverurétt sinn og gefur góða von áframhaldandi samstarf í gegnum Ísland - allt árið.

9. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að stofnaður sé starfshópur menningar- og ferðamálaráðs sem að dregur upp mynd af mögulegri tekjuöflun borgarinnar í gegnum ólíka þjónustuþætti. Þátttaka annarra sviða eins og ÍTR er mikilvæg að auki. Verkefni starfshópsins verði að draga upp þau tækifæri til tekjuöflunar sem gefast í gegnum afþreyingar- og menningarstarfsemi borgarinnar. Sem dæmi má nefna að skoða ætti hvernig ólíkar stofnanir gætu dregið fram spennandi húsnæði, aðstöðu, atburð eða búnað sem aðrir gætu tekið á leigu og nýtt fyrir uppákomur af ýmsu tagi s.s. fyrir fundi og uppákomur, afmælisveislur. Einnig ætti að skoða hvort borgin ætti að auka aðgengi almennings að búnaði gegn leigugjaldi s.s. kviktölvum eða kyndlum á bókasöfnum eða öðru slíku. Hópurinn skýri strax út hver mörkin eru gagnvart samkeppnismálum og leggi einnig fram hugmyndir og tillögur um fjárfestingar og tekjumöguleika ólíkra eininga.
Frestað.

Fundi slitið kl. 14.49

Einar Örn Benediktsson

Harpa Elísa Þórsdóttir Stefán Benediktsson
Eva Baldursdóttir Áslaug Friðriksdóttir
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Davíð Stefánsson