Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 146

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2011, mánudaginn 30. maí, var haldinn 146. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 13.08. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Eva Benediktsdóttir, Harpa Elísa Þórsdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram 3ja mánaða uppgjör Menningar- og ferðamálasviðs ásamt útkomuspá, skorkorti og aðsóknartölum að stofnunum Menningar- og ferðamálasviðs. Auk þess lagt fram minnisblað borgarminjavarðar dags. 25. maí 2011 yfir embættisafgreiðslur borgarminjavarðar 1. janúar – 31. mars 2011, minnisblað borgarminjavarðar dags. 25. maí yfir friðun húsa í Reykjavík 2011 og yfirlit yfir listaverkainnkaup Listasafns Reykjavíkur janúar – mars 2011.

2. Lagðar fram sem trúnaðarmál umsagnir um umsóknir um skyndistyrki ráðsins. Lögð fram tillaga um að styrkja eftirfarandi verkefni:
Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar v. þátttöku Íslands í Feneyjartvíæringnum 2011 kr. 500.000, Kling og Bang v. myndlistarsýningar danska listamannsins Claus Carstensen á Listahátíð 2011 kr. 200.000, Bjarni Thor Kristinsson v. Classical Concert Company Reykjavík kr. 300.000 og Brother Grass v. tónleikahalds í miðborg Reykjavíkur sumarið 2011 kr. 200.000. Samþykkt með 4 atkvæðum, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Ekki reyndist unnt að verða við öðrum umsóknum.

- Kl. 14.00 kom Stefán Benediktsson á fundinn.

3. Björn Ólafsson frá Þríhnúkum ehf. og Guðjón Arngrímsson frá Icelandair kynntu verkefnið Þríhnúkagígar.
Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:
Menningar- og ferðamálaráð lýsir ánægju sinni með framkomnar hugmyndir um að gera Þríhnúkagíg aðgengilegan ferðamönnum. Reynist verkefnið raunhæft er ljóst að hér yrði til einstakur staður sem mun laða að sér fjölda ferðmanna og vekja heimsathygli. Verkefnið fellur afar vel að nýsamþykktri ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar sem m.a. leggur áherslu á að styrkja Reykjavík sem heilsársáfangastað.

4. Lögð fram gögn vegna endurgreiðslu styrks skv. óskum menningar- og ferðamálaráðs frá 145. fundi. Trúnaðarmál. Skrifstofustjóra menningarmála falið að afla frekari gagna og ljúka afgreiðslu málsins.

- Kl. 14.53 viku Eva Baldursdóttir og Davíð Stefánsson af fundi.

5. Skipun fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn Musica Nova skv. skipulagsskrá. Lögð fram skipulagsskrá sjóðsins. Samþykkt að skipa Jónas Sen sem fulltrúa Reykjavíkurborgar.

6. Lögð fram til kynningar umsögn Menningar- og ferðamálasviðs og borgarráðs dags. 13. maí 2011 til menntamálanefndar Alþingis vegna frumvarpa til safnalaga og laga um menningarminjar. Auk þess lögð fram viðbótarumsögn sviðsins dags. 20. maí 2011 við frumvarp til laga um menningarminjar í samræmi við bókun borgarráðs frá 19. maí 2011.

7. Lögð fram umsókn Snarfara félags sportbátaeigenda dags. 12. ágúst 2010 um leyfi fyrir flotbryggju í Viðey. Auk þess lagðar fram umsagnir frá Minjasafni Reykjavíkur dags. 10. maí 2011, Viðeyingafélaginu dags. 10. maí 2011 og Umhverfis- og samgöngusviði dags. 16. maí 2011. Samþykkt að heimila uppsetningu flotbryggju tímabundið í tilraunaskyni. Verkefnastjóra Viðeyjar falið að meta reynsluna og kynna ráðinu haustið 2011.

8. Lögð fram skýrslan Mat á innra eftirliti hjá Reykjavíkurborg gefin út af Innri endurskoðun í maí 2011.

9. Næsti fundur ráðsins verður 20. júní nk.


Fundi slitið kl. 15.01

Einar Örn Benediktsson

Harpa Elísa Þórsdóttir Stefán Benediktsson
Áslaug Friðriksdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir