Menningar- og ferðamálaráð
Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2011, mánudaginn 18. apríl, var haldinn 144. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 13.13. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Hugleikur Dagsson, Áslaug Friðriksdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Ferðamálstefna Reykjavíkurborgar 2011–2020 lögð fram ásamt aðgerðaráætlun. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kom á fundinn.
Samþykkt og vísað til borgarráðs.
Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:
Menningar og ferðamálaráð þakkar þeim fjölmörgu aðilum sem komu að gerð ferðmálastefnu Reykjavíkurborgar. Ferðamálastefna Reykjavíkurborgar 2011-2020 er skýrt stefnuplagg með metnaðarfullum en raunhæfum markmiðum. Það er von ráðsins að markviss uppbygging innviða ferðamannaborgarinnar og samræmt kynningarstarf leiði til þess að Reykjavík verði þekkt sem áfangastaður og eflist til muna sem menningarborg og vettvangur ráðstefna og alþjóðlegra viðburða nálægt náttúruperlum landsins.
2. Lagt fram erindisbréf stjórnar Menningarnætur í Reykjavík 2011.
Samþykkt.
3. Berglind Ólafsdóttir skrifstofustjóri fjármála og rekstrar kynnti stöðu og næstu skref í samningskaupaferli um rekstur í Viðey.
Fundi slitið kl. 14.12
Einar Örn Benediktsson
Hugleikur Dagsson Davíð Stefánsson
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Áslaug Friðriksdóttir