Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 140

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar

Ár 2011, mánudaginn 28. febrúar, var haldinn 140. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn að Austurstræti 17, 5. hæð og hófst hann kl. 13:10. Viðstaddir: Stefán Benediktsson, Eva Baldursdóttir, Harpa Elísa Þórsdóttir, Þór Steinarsson, Jón Karl Ólafsson, Áslaug Friðriksdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson.
Af hálfu starfsmanna: Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagðar voru fram að nýju til afgreiðslu 24 umsóknir um skyndistyrki ráðsins, samtals að upphæð kr. 14.324.643. Samþykkt var að veita eftirfarandi styrki samtals að upphæð kr. 1.202.000: KÍM. Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar kr. 100.000, Samtímalist íslenskra kvenna kr. 300.000, Curver Thoroddsen kr. 102.000, Lófi Production kr. 100.000, Sequences myndlistarhátíð kr. 200.000. Jafnframt var samþykkt að styrkja Lúðrasveit verkalýðsins um kr. 400.000 enda verði gerður sérstakur samningur við sveitina um aðkomu hennar að hátíðahöldum í borginni.
Fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sat hjá. RMF11010001

13:54 tóku Einar Örn Benediktsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir sæti á fundinum.

2. Kynning á starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Steinunn Birna Ragnarsdóttir tónlistarstjóri Hörpu kynnti áætlanir um nýtingu hússins, Pétur J. Eiríksson stjórnarformaður Portusar kynnti rekstraráætlun Ago ehf. 2011-2014. Að lokinni kynningu var gengið yfir í Hörpu.

14:45 viku Áslaug Friðriksdóttir, Jón Karl Ólafsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir af fundi.

3. Þórunn Sigurðardóttir stjórnarformaður Ago sýndi fundarmönnum tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu.

Fundi slitið kl. 15:50

Einar Örn Benediktsson
Harpa Elísa Þórsdóttir Eva Baldursdóttir
Stefán Benediktsson Þór Steinarsson