Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 139

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2011, mánudaginn 14. febrúar, var haldinn 139. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 13.07. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson, Eva Baldursdóttir, Harpa Elísa Þórsdóttir, Stefán Benediktsson, Þór Steinarsson og Áslaug Friðriksdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi frá skrifstofu borgarstjórnar frá 2. febrúar þar sem fram kemur að Þór Steinarsson taki sæti í menningar- og ferðamálaráði í stað Davíðs Stefánssonar, sem tekur sæti varamanns í ráðinu í stað Þórs Steinarssonar. RMF08090004

2. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra menningarmála um ósk Leikminjasafns Íslands um gerð þríhliða samnings milli Reykjavíkurborgar og mennta- og menningarmálaráðuneytis ásamt erindum safnsins til borgarstjóra frá 3.1.2011 og 14.10. 2010, en skrifstofa borgarstjórnar vísaði erindunum til meðferðar Menningar- og ferðamálasviðs þ. 13. janúar 2011.
Menningar- og ferðamálaráð óskar eftir að fá ítarlegri upplýsingar frá safninu um áætlaðan rekstrarkostnað þess. RMF11010016

- Kl 13.20 mætti Eva Baldursdóttir á fundinn
3. Lögð fram umbeðin umsögn skrifstofustjóra menningarmála og safnstjóra Listasafns Reykjavíkur til borgarlögmanns vegna framlagðs erindis sýslumannsins á Sauðárkróki ásamt fylgigögnum, þar sem óskað er eftir umsögn Reykjavíkurborgar við tillögu stjórnar og fulltrúaráðs Listasafns Sigurjóns Ólafssonar um breytingu á 26. grein skipulagskrár sjálfseignarstofnunarinnar.
Menningar- og ferðamálaráð óskar bókað:
Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar gerir ekki athugasemdir við ósk stjórnar og fulltrúaráðs Listasafns Sigurjóns Ólafssonar um breytingu á 26. grein skipulagskrár safnsins, enda sé markmiðið með breytingunum að gera Listasafni Sigurjóns Ólafssonar kleift að sameinast Listasafni Íslands. Meginmáli skiptir upp á varðveislu og framtíðarrannsóknir að verk okkar helstu listamanna séu varðveitt í opinberum söfnum og ákjósanlegast að þau séu öll á einum stað. Listasafn Sigurjóns í Laugarnesinu er og hefur verið mikilvægur hluti af menningarlandslagi borgarinnar og verður væntanlega áfram þó umsýsla þess breytist. RMF11010026

4. Lögð fram endanleg umsókn Reykjavíkurborgar til UNESCO um að Reykjavík verði ein af bókmenntaborgum UNESCO.
Menningar- og ferðamálaráð óskar bókað:
Menningar- og ferðamálaráð vill færa innilegar þakkir til stýrihóps og verkefnastjóra sem unnu umsókn Reykjavíkurborgar um að verða bókmenntaborg UNESCO. Umsóknin er glæsilegt og vandað verk. RMF04040012

5. Lögð fram til kynningar drög að Borgar- og húsverndarstefnu Reykjavíkur frá 12.05.2008 ásamt minnisblaði borgarminjavarðar frá 14. febrúar 2011.
Frestað. RMF04030004

6. Lagðar fram 27 umsóknir um skyndistyrki ráðsins ásamt umsögn skrifstofustjóra menningarmála.
Frestað. RMF11010001

7. Jóhann Sigurðsson, Laurent Bonthonneau og Olga Guðrún Sigfúsdóttir kynntu verkefni Vatnavina um þróun baða í Reykjavík.

8. Hrólfur Jónsson sviðsstjóri Framkvæmdasviðs, Hreinn Ólafsson, Óli Jón Hertervig og Gísli H. Guðmundsson kynntu forsendur innri leigu boragrinnar.

Fundi slitið kl. 15.31

Einar Örn Benediktsson
Harpa Elísa Þórsdóttir Eva Baldursdóttir
Stefán Benediktsson Þór Steinarsson
Áslaug Friðriksdóttir.