Menningar- og ferðamálaráð
Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2011, mánudaginn 10. janúar, var haldinn 137. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 13:00. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson, Harpa Elísa Þórsdóttir, Eva Baldursdóttir, Stefán Benediktsson, Líf Magneudóttir, Jón Karl Ólafsson og Áslaug Friðriksdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL Kolbrún Halldórsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram tillögur faghóps að styrkveitingum 2011. Sólrún Sumarliðadóttir formaður faghóps kynnti. Trúnaðarmál.
Frestað. RMF10090014
2. Lagt var fram erindi frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 4. janúar þ.m. þar sem fram kemur að Jón Karl Ólafsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, taki sæti í menningar- og ferðamálaráði í stað Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, sem tekur sæti varamanns í ráðinu í stað Jóns Karls Ólafssonar.
3. Lagðar fram tillögur starfshóps um menningarkort Reykjavíkurborgar. Berglind Ólafsdóttir formaður og Soffía Karlsdóttir verkefnastjóri kynntu tillögur starfshópsins.
Starfshópnum falið að vinna áfram að útfærslu kortsins sem tekur gildi 1. febrúar næstkomandi. RMF1101000
4. Lögð fram skýrsla verkefnisstjórnar vinnuhóps um menningarfána. Signý Pálsdóttir formaður og Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir verkefnastjóri kynntu niðurstöður verkefnisstjórnar.
Tillögum er vísað til menntaráðs, leikskólaráðs og ÍTR til umfjöllunar og umsagnar. RMF10060010
Kl. 15.05 vék Jón Karl Ólafsson af fundi.
5. Lagðar fram tillögur að breyttum opnunartíma Borgarbókasafns Reykjavíkur. Erla Kristín Jónasdóttir safnstjóri aðalsafns kynnti.
Samþykkt. RMF11010004
6. Lagt fram til kynningar yfirlit um nýmiðlun á stofnunum sviðsins frá forstöðumönnum þeirra vegna tillögu Sjálfstæðisflokks frá 135. fundi ráðsins dags. 22. nóvember sl. um kortlagningu á breytingum í nýmiðlun. RMF11010002.
7. Lagt fram til kynningar Dansstefna 10/20 sem Félag íslenskra listdansara hefur unnið og sendi til borgarráðs dags. 23. nóvember sl. Erindi félagsins var vísað úr borgarráði til menningar- og ferðamálaráðs 29. nóvember sl. RMF10120002. Menningar- og ferðamálaráð fagnar framkominni dansstefnu sem unnin er af listamönnum sjálfum.
Fundi slitið kl. 15.15
Einar Örn Benediktsson
Harpa Elísa Þórsdóttir Stefán Benediktsson
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Áslaug Friðriksdóttir
Líf Magneudóttir