Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 136

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2010, mánudaginn 13. desember, var haldinn 136. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 13.10. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson, Harpa Elísa Þórsdóttir, Eva Baldursdóttir, Stefán Benediktsson, Davíð Stefánsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Áslaug Friðriksdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL Kolbrún Halldórsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúi ferðamálasamtaka Ólafur D. Torfason. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Hildur Sif Arnardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Berglind Ólafsdóttir skrifstofustjóri rekstrar- og fjármála kynnti níu mánaða uppgjör sviðsins ásamt skorkorti.
2. Hafþór Yngvason safnstjóri kynnti 9 mánaða innkaupayfirlit Listasafns Reykjavíkur.
3. Lagðar fram embættisafgreiðslur borgarminjavarðar 1. sept. – 31. okt.
4. Berglind Ólafsdóttir svaraði hluta af fyrirspurn um innri leigu frá 134. fundi ráðsins 18. nóvember sl.
5. Þjónustukaup tengd Viðey.
Lögð var fram svohljóðandi tillaga:
Lagt er til að Menningar- og ferðamálasviði verði falið að framlengja samning við núverandi rekstraraðila til ársloka 2011. Í núgildandi samningi er gert ráð fyrir heimild til framlengingar til loka mars 2012. Strax á nýju ári verði samningur auglýstur til 5 ára enda séu samningsmarkmið skýr og heimild borgarráðs fyrir svo löngum samningi liggi fyrir. Markmiðið er að val á rekstraraðila liggi fyrir snemma vorið 2011 og þannig megi tryggja nauðsynlega samfellu í þjónustu og nægan undirbúningstíma þess rekstraraðila sem verður fyrir valinu.
Samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá.
6. Lögð fram tillaga að upphæð þeirri sem ráðið úthlutar í ársbyrjun eftir tillögu faghóps samkvæmt reglubundnu umsóknarferli fyrir árið 2011. Samþykkt með fyrirvara um samþykkta fjárhagsáætlun 2011.
7. Lögð fram tillaga að verklagsreglum og umsóknareyðublaði vegna skyndistyrkja menningar- og ferðamálaráðs 2011. Samþykkt.
8. Lögð fram styrkumsókn kvöldverðarleikhússins Gríman fellur vegna sýninga í janúar 2011. Menningar- og ferðamálaráð sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni.
9. Lögð fram styrkumsókn Tónskáldafélags Íslands vegna Myrkra músíkdaga í janúar 2011 og umsögn faghóps. Samþykkt að koma til móts við hátíðina með þeim 400 þús. sem eftir standa til skyndistyrkja 2010 en vísa umsókninni að öðru leyti aftur í hefðbundið styrkjaferli.
10. Lagt fram erindi frá Landssambandi hestamannafélaga vegna Hestadaga í Reykjavík í mars 2011 með ósk um stuðning Reykjavíkurborgar. Einar Þór Karlsson verkefnastjóri og Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynntu tillögur að útfærslu. Ráðið samþykkti að mæla með erindinu við borgarráð.
11. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnti vinnu við endurskoðun Ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar og nýja stöðu á Jólaborginni Reykjavík. Kolbrún Karlsdóttir verkefnisstjóri kynnti nýtt útlit vefsins visitreykjavik.is - upplýsingagátt ferðamanna. Þá kynnti Sif Reykjavík sem ráðstefnuborg og sérstakar áherslur á Laugardalinn og alþjóðlega íþróttaviðburði. Reykjavíkurborg verður heiðursaðili á Bókamessunni í Frankfurt 2011 og er það þegar farið að hafa fjölþætt áhrif á kynningu Íslands í Þýskalandi sem ferðamannaborg. Sif kynnti að auki önnur verkefni Höfuðborgarstofu í ferðamálum 2011.
12. Tillaga Sjálfstæðisflokks frá 22. nóvember sl. um kortlagningu á væntanlegum breytingum í nýmiðlun. Samþykkt.
- Kl 15:00 vék Eva Baldursdóttir af fundi.
13. Lagðar fram tillögur að endurskoðun á samþykktum Listasafns Reykjavíkur, Minjasafns Reykjavíkur og Ljósmyndasafns Reykjavíkur frá fundi 22. nóvember. Samþykkt með fyrirvara um samþykki fjármálastjóra Reykjavíkurborgar.

Fundi slitið kl 15.15

Einar Örn Benediktsson
Harpa Elísa Þórsdóttir Stefán Benediktsson
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Áslaug Friðriksdóttir
Davíð Stefánsson