Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 13

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 14. september, var haldinn 13. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 16:00. Mættir: Stefán Jón Hafstein formaður, Ásrún Kristjánsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Ármann Jakobsson, Gísli Marteinn Baldursson, Magnús Þór Gylfason og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Erna V. Ingólfsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram yfirlit yfir embættisafgreiðslur sviðsins 24. ágúst - 14. sept. (R05040007)
2. Lögð fram tillaga, ásamt greinargerð, að skiptingu fjárhagsramma Menningar- og ferðamálasviðs 2006.
Samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins. (R05080010)
3. Lögð fram drög að samningi til tveggja ára, við Sigurjón Sighvatsson, vegna Blind Pavilion.
Samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu jafnframt bókað: (R05050004)
Sjálfstæðismenn fagna því að Sigurjón Sighvatsson skuli vilja sýna verk Ólafs Elíassonar, Blind Pavilion, á Íslandi. Hinsvegar verður að fara afar varlega í að úthluta takmörkuðum fjármunum menningar- og ferðamálaráðs til eigenda listaverka, fremur en til listamannanna sjálfra, og lágmarkskrafa er að ráðið móti sér stefnu í þeim efnum. Það hefur ekki verið gert.
4. Lagt fram bréf forseta Bandalags íslenskra listamanna,dags. 7. september, sl. varðandi tilnefningar BÍL í faghópa vegna styrkjaúthlutunar menningar- og ferðamálaráðs (R05080008). Í sama bréfi fer stjórn BÍL fram á fund um endurskoðun á samstarfi BÍL og Reykjavíkurborgar í samræmi við nýja skipan menningarmála eftir stjórnsýslubreytingar. (RMF05090020)
5. Lagt fram bréf frá formanni Sambands íslenskra myndlistarmanna, dags. 23. ágúst sl., þar sem kynnt er ályktun stjórnar SÍM, vegna nýrra samþykkta Listasafns Reykjavíkur. Fulltrúar Reykjavíkurlista lögðu fram svohljóðandi tillögu: (R05050058)
Lagt er til að sviðsstjóra Menningar- og ferðamálasviðs verði falið að hafa samráð við safnstjóra Listasafns Reykjavíkur og Bandalags íslenskra listamanna við að móta verklagsreglur varðandi þá aðferð sem nota skal við tilnefningar í nýtt safnráð Listasafns Reykjavíkur. Samkvæmt fyrri samþykkt mennningar- og ferðamálaráðs er gert ráð fyrir að safnráðið taki til starfa í ársbyrjun 2006.
Samþykkt með 4 atkvæðum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Sjálfstæðismenn taka undir orð SÍM og vísa í bókun sína frá 11. fundi ráðsins, þ. 22. júní sl.
Fulltrúar Reykjavíkurlistans vísa í tillögu sem kemur fram á fundinum um málið og vísa í bókun sína frá 11. fundi ráðsins, þ. 22. júní sl.
6. Lagt fram erindi borgarráðs, dags. 26. ágúst, þar sem tilkynnt er dómnefnd Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar 2006. (R05050011)
7. Lagt fram erindi borgarstjórnar, dags. 7. september sl., þar sem tilkynnt er kosning Camillu Óskar Hákonardóttur varamanns í menningar- og ferðamálaráði, í stað Tinnu Traustadóttur sem beðist hefur lausnar. (RMF05090017)
8. Lagt fram heildarstefnukort Reykjavíkurborgar 2006 ásamt drögum að stefnukorti Menningar- og ferðamálasviðs. Samþykkt að vinna við skorkort fyrir starfs- og fjárhagsáætlun geti haldið áfram samkvæmt þessu stefnukorti. (RMF05090001).
9. Kynning á Landnámsskálanum í Aðalstræti. Borgarminjavörður og Hjörleifur Stefánsson arkitekt mættu á fundinn vegna málsins og kynntu yfirlit um fjárhag verkefnisins. (RMF05060022) Að fundi loknum var fundarmönnum boðið að skoða Landsnámsskálann undir leiðsögn Hjörleifs og borgarminjavarðar.
Fundi slitið kl. 17.05
Stefán Jón Hafstein
Dagur B. Eggertsson Gísli Marteinn Baldursson
Ármann Jakobsson Magnús Þór Gylfason
Ásrún Kristjánsdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir