Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2010, mánudaginn 27. september, var haldinn 129. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 13.14. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Harpa Þórsdóttir, Eva Baldursdóttir, Stefán Benediktsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Hildur Sif Arnardóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður og Margrét Þormar arkitekt og verkefnastjóri á Skipulags- og byggingarsviði kynntu breytingu á deiliskipulagi vegna reits R16 á Slippa- og Ellingssenreit. Í breytingunni felst að á lóðina verður flutt 20. aldar hús, fiskþurrkunarhúsið Sólfell. Lagt fram minnisblað vegna skoðunar á Borgartúni 41, Fiskverkunarhús á Kirkjusandi dags. 12. júní 2007.
Frestað. (RMf10090011)
2. Margrét Þormar kynnti breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna flutnings Gröndalshúss á lóð nr. 5B við Vesturgötu. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra og borgarminjavarðar dags. 19.08.2009. (RMF07030012)
Menningar- og ferðamálaráð lagði fram eftirfarandi bókun:
Menningar- og ferðamálaráð minnir skipulags- og byggingasvið á að leita umsagna hjá menningar- og ferðamálaráði um þau verkefni er tengjast sögulegum minjum eða öðrum menningartengdum verkefnum áður en þau eru afgreidd í auglýsingu.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi VG fagnar fyrirhuguðum flutningi Gröndalshúss í Fischersund. Um leið og það er ítrekað hversu mikilvægt er að húsið hýsi menningarstarfsemi er ráðið hvatt til að leita til Rithöfundasambands Íslands til að finna húsinu stað í alþjóðlegu samstarfi bókmenntasetra, ekki síst í ljósi þess að Reykjavík sækir nú um að gerast bókmenntaborg UNESCO og skoða nýtingu hússins í samhengi við hugsanlega aðild Reykjavíkurborgar að ICORN, samtökum skjólborga fyrir rithöfunda.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði fagna því að Gröndalshús hafi loks fengið endanlegan samastað. Fulltrúarnir taka undir það að unnið verði að því að fá starfsemi sem hæfir húsinu, t.d. menningarstarfsemi, inn í húsið. Hins vegar liggur ekkert fyrir í fjárhagsramma eða í 3 ára áætlun um fjármagn til að styðja menningarstarfsemi í húsinu. Í þessu ljósi vekur furðu að í deiliskipulagstillögu skipulagssviðs sem kynnt var í ráðinu standi að í húsinu verði menningarstarfsemi.
3. Fyrirhuguð bygging Menningarmiðstöðvar í Spöng. Frestað frá síðasta fundi. Lögð var fram sameiginleg umsögn ráðsins til borgarráðs. (RMF07020011)
4. Skáldastígur í Grjótaþorpi. Erindi skipulags- og byggingasviðs dags. 26. ágúst sl. er vísað var til umsagnar hjá menningar- og ferðamálaráði. Frestað á 128. fundi 13. september sl.
Menningar- og ferðamálaráð lagði fram svohljóðandi tillögu:
Menningar- og ferðamálaráð leggur til við borgarráð að borgarbúum verði tryggður umferðarréttur af svokölluðum Skáldastíg er liggur í jaðri einkalóðanna Mjóstræti 4 og Garðastræti 15, sem Unuhús stendur við. Er tryggt aðgengi liggur fyrir mun menningar- og ferðamálaráð annast viðeigandi menningarmerkingar.
Tillögunni fylgdi greinargerð.
Samþykkt. (RMF07050008)
5. Kynning forstöðumanns Höfuðborgarstofu á greinargerð um menningarnótt 2010. Frestað.
6. Lögð fram styrkumsókn Gallery Crymo vegna þátttöku Gallery Crymo á alþjóðlegu listahátíðinni Copenhagen´s alternative Art Fair 2010. Frestað á 128. fundi 13.09.2010. Menningar- og ferðamálaráð sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni. (RMF09120005)
7. Lögð fram styrkumsókn Rakelar MCMahon vegna þátttöku listahóps á listahátíðinni Cultural appearances of Iceland sem haldin verður í Varsjá í lok nóvember 2010. Frestað á 128. fundi 13.09.2010.
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 250.000.- (RMF09120005)
8. Lögð fram Styrkumsókn Oddnýjar Sen vegna pallborðs í tilefni af kvikmyndatónleikum í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands 11. og 13. nóvember n.k. Frestað á 128. fundi 13.09.2010.
Frestað. (RMF09120005)
9. Lögð fram styrkumsókn Tónlistarskólans í Reykjavík vegna tónleikaraðar.
Frestað. (RMF09120005)
10. Lögð fram styrkumsókn Mozarthópsins vegna tónleika á afmæli tónskáldsins.
Frestað. (RMF09120005)
11. Lagðar fram verklagsreglur menningar- og ferðamálaráðs vegna styrkúthlutunar 2011. Samþykkt.
12. Lagt fram erindi SÍM um höfundaréttargreiðslur Listasafns Reykjavíkur til listakvenna dags. 07.06.2010. Erindið er komið í farveg. (RMF10080016)
13. Lögð fram til kynningar yfirlýsing SÍM vegna styttu Todd McGrain af geirfugli sem reistur hefur verið í Reykjanesbæ dags. 13. þ.m. Einnig lagt fram bréf Ólafar Nordal til menningar- og ferðamálaráðs dags. 20. þ.m. auk afrit af bréfi hennar til Menningarráðs Reykjanesbæjar dags. 14. þ.m. (RMF10090012)
14. Lagður fram samningur Tjarnarbíós dags. 20.8.2010.
Samþykktur og vísað til borgarráðs til staðfestingar. Kynnt opnun Tjarnarbíós í októberbyrjun. Berglind Ólafsdóttir er skipuð fulltrúi Menningar- og ferðamálasviðs í hússtjórn. (RMF06010003)
Fundi slitið kl. 15.31
Einar Örn Benediktsson
Harpa Þórsdóttir, Eva Baldursdóttir
Stefán Benediktsson Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Áslaug Friðriksdóttir Davíð Stefánsson