Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 127

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2010, mánudaginn 23. ágúst, var haldinn 127. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15 og hófst hann kl. 13.14. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Harpa Þórsdóttir, Eva Baldursdóttir, Stefán Benediktsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Hildur Sif Arnardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. María Karen Sigurðardóttir safnstjóri Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Erla Kristín Jónasdóttir safnstjóri aðalsafns Borgarbókasafns komu á fundinn og kynntu starfsemi safnanna í Grófarhúsi.

2. Lagt fram bréf Snarfara félags sportbátaeigenda dags. 12.08.2010 þar sem óskað er eftir leyfi Reykjavíkurborgar til að setja upp flotbryggju í austanverðri Viðey.
Vísað til framkvæmdastjórnar Menningar- og ferðamálasviðs í samstarfi við þau svið sem málið varðar. (RMF10080009).

3. Signý Pálsdóttir skrifstofustjóri menningarmála kynnti fyrirliggjandi styrkjareglur.

- Kl 14.50 vék Hrafnhildur Sigurðardóttir af fundi.
-
4. Lögð fram styrkumsókn SÍM vegna Dags myndlistar 2010. Frestað á 126. fundi 08.9.2010. (RMF09120005).
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 200.000,-

- Kl. 15.00 tók Hrafnhildur Sigurðardóttir sæti á fundinum.
- Kl 15.00 vék Þorbjörg Helga af fundi.

5. Lögð fram styrkumsókn Völu Þórsdóttur og Agniesku Nowak vegna útgáfu barnabókarinnar ÞANKAGANGA á íslensku og pólsku. Frestað á 126. fundi 08.9.2010. Menningar- og ferðamálasvið sér sér ekki fært að styrkja verkefnið. (RMF09120005).

6. Skipan í stjórn ferðamálasamtaka á Höfuðborgarsvæðinu. (RMF10070005)
Samþykkt að skipa Dóru Magnúsdóttur markaðsstjóra ferðamála á Höfuðborgarstofu og að Áslaug Friðriksdóttir sitji áfram í stjórn.

- Kl 15.05 vék Davíð Stefánsson af fundi

7. Kynntar óskir um stofnframkvæmdir á Menningar- og ferðamálasviði 2011 og á 5 ára áætlun.

8. Lagt til að starfsdagur ráðsins verði haldinn mánudaginn 6.september n.k.
Samþykkt að halda fundinn kl 10.30 – 15.00

Fundi slitið kl. 15.15

Einar Örn Benediktsson
Harpa Þórsdóttir Eva Baldursdóttir
Áslaug Friðriksdóttir Stefán Benediktsson