Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 124

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2010, mánudaginn 7. júní 2010, var haldinn 124. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi ráðsins í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1, 2. hæð og hófst hann kl. 14.15. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir formaður, Brynjar Fransson, Jakob Hrafnsson, Dofri Hermannsson, Guðrún Erla Geirsdóttir og Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Magnús Skúlason. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsson, Signý Pálsdóttir og Hildur Sif Arnardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram styrkumsókn Friðgeirs Helgasonar ljósmyndara vegna innrömmunar mynda á ljósmyndasýningu á Listahátíð 2010. Frestað á 123. fundi 10.5.2010. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 100.000,-. (RMF09120005)

2. Lögð fram styrkumsókn Friðriks Ómars Hjörleifsson vegna hljóðritunar á lagi Hinsegin daga 2010. Frestað á 123. fundi 10.5.2010. Ráðið sér sér ekki fært að styrkja verkefnið. (RMF09120005)

3. Lögð fram styrkumsókn Bjarna Kristjánssonar til að vinna rannsóknarverkefni í fornleifafræði. Menningarminjar við Sörlaskjól, Örfirisey og Þórsmörk. Frestað á 123. fundi 10.5.2010. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 70.000-. (RMF09120005)

4. Lögð fram styrkumsókn Framkvæmdafélags listamanna vegna verksins Hin þráláta endurtekning og kúreki eftir Pál Hauk Björnsson myndlistarmann. Frestað á 123. fundi 10.5.2010. Ráðið sér sér ekki fært að styrkja verkefnið. (RMF09120005)

5. Lögð fram styrkumsókn Ingveldar Ýrar fyrir sönghópinn Blikandi stjörnur. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 100.000,-. (RMF09120005)

6. Lögð fram styrkumsókn Sveinbjargar Þórhallsdóttur og kostnaðaráætlun vegna danshúss við Skúlagötu.
Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:
Menningar- og ferðamálaráð telur mjög áhugavert og jákvætt að styrkja hugmynd um danshús. Danshöfundar hafa ítrekað leitað leiða til að setja á fót slíka aðstöðu og hafa nú gott tækifæri til að það verði að veruleika. Menningar- og ferðamálaráð hefur ekki fjármuni að koma til móts við umsóknina á þessu ári og hvetur því borgarráð að taka jákvætt í umsóknina.

7. Lögð fram styrkumsókn Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur og kostnaðaráætlun vegna flutnings á verkinu Painting Site frá Þýskalandi til Íslands vegna sýningar í Galleríi Ágúst í júlí. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 70.000,-.

8. Lögð fram styrkumsókn Fríðar Rósu Valdimarsdóttur fyrir STERK vegna gerðar hreyfimyndar í forvarnarskyni gegn kaupum á vændi og mansali. Umsókninni er vísað til mannréttindaráðs.

9. Berglind Ólafsdóttir skrifstofustjóri fjármála og rekstrar kynnti þriggja mánaða uppgjör og skorkort Menningar- og ferðamálasviðs 2010.

10. Guðbrandur Benediktsson deildarstjóri lagði fram og kynnti minniblað dags. 12.5.2010 um Aðalbjörgina RE á Árbæjarsafni – aðgerðir vegna viðhalds. (RMF08110009)

11. Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður kom á fundinn og kynnti tillögu að varðveislu minja frá stríðsárunum í Nauthólsvík og Öskjuhlíð og gildandi deiliskipulag í Nauthólsvík sbr. minnisblað. (RMF10060005)
Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:
Menningar- og ferðamálaráð tekur undir það að stefnumótun og umræða um stríðsminjar frá heimsstyrjöldinni síðari sé nauðsynleg og hafnar því ótímabærum hugmyndum um niðurrif bygginganna í Nauthólsvík sbr. minnisblað borgarminjavarðar. Menningar- og ferðamálaráð bendir á að í núgildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir stríðsminjasafni á þessu svæði. Því er beint til sviðsstjóra að hafa samráð við viðkomandi svið vegna málsins.
Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:
Menningar- og ferðamálaráð lýsir ánægju sinni með velheppnaða sýningar Minjasafnsins sem settar voru upp í tilefni að því að 70 ár eru liðin frá hernáminu.

12. Guðný Gerður Gunnarsdóttir kynnti embættisafgreiðslur borgarminjavarðar 1. janúar - 30. apríl.

13. Hafþór Yngvarsson mætti á fundinn og kynnti yfirlit um listaverkakaup Listasafns Reykjavíkur.

14. Ósk stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar um áheyrnarfulltrúa í menningar- og ferðamálaráð fyrstu fimm mánuði ársins.
Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:
Menningar- og ferðamálaráð tekur undir mikilvægi þess að í ráðinu eigi fulltrúi ferðaþjónustunnar sæti. Ekki er gert ráð fyrir þeim fulltrúa í fjárhagsáætlun né í samþykktum ráðsins. Sviðsstjóra er falið að gera breytingatillögu til borgarráðs um breytingar á samþykktum ráðsins og leita eftir fjármagni vegna fulltrúans.

15. Lögð fram bókun hverfisráðs Breiðholts dags. 20.5.2010 vegna fyrirhugaðra breytinga á Borgarbókasafni í Breiðholti. Frestað á 121. fundi 12.4.2010.
Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að fresta lokun Seljasafns á árinu 2010. Málið verði skoðað í framhaldinu í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2011. Sviðsstjóra er falið að leita leiða til að mæta kostnaði innan fjárhagsramma sviðsins og upplýsa ráðið um mögulegar lausnir.

16. Hagræn áhrif menningar.
Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:
Menningar- og ferðamálaráð leggur áherslu á mikilvægi þess að rannsaka hagræn áhrif menningarstarfsemi í Reykjavík. Horft verði sérstaklega til þeirra verkefna eða starfsemi sem Reykjavíkurborg rekur eða styrkir. Með verkefninu verði lagt mat á þær mælingar sem gerðar eru nú og tillögur gerðar um hvaða mælingum þurfi að bæta við til að draga enn skýrar fram þessi áhrif. Í framhaldinu verði unnið að því að koma þessum mælingum fyrir þannig að þeim sé safnað reglulega og veiti góða yfirsýn. Í þessu samhengi verði horft til sambærilegra verkefna sem menntamálaráðuneytið hefur þegar sett af stað. Gera þarf ráð fyrir slíku verkefni í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2011.

17. Lögð fram samþykkt borgarráðs á breytingum á reglum um borgarlistamann.

18. Önnur mál. Hrafnhildur Sigurðardóttir fulltrúi BÍL lagði fram erindi f.h. Sambands íslenskra myndlistarmanna um höfundarréttargreiðslur Listasafns Reykjavíkur vegna útgáfu í tengslum við sýningar. SÍM skorar á ráðið að koma á fót vinnuhópi til að koma þessum málum í eðlilegt horf.
Frestað.

19. Önnur mál. Magnús Skúlason áheyrnarfulltrúi F-lista lagði til að menningar- og ferðamálaráð beiti sér fyrir því að fundin sé varanleg lausn á undankomuleiðum úr risi Viðeyjarstofu svo þar megi nýta húsið til veitingareksturs eins og til stóð í upphafi. Núverandi lausn sem er til bráðabirgða er ekki ásættanleg.
Frestað.

Fundi slitið kl 16.30

Áslaug Friðriksdóttir
Brynjar Fransson Jakob Hrafnsson
Dofri Hermannsson Guðrún Erla Geirsdóttir
Hermann Valsson