No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2010, mánudaginn 8. mars, var haldinn 119. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn á Kjarvalsstöðum og hófst hann kl. 14:15. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir formaður, Brynjar Fransson, Jakob Hrafnsson, Dofri Hermannsson, Guðrún Erla Geirsdóttir og Hermann Valsson. Auk þeirra: Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður, Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Guðrún Dís Jónatansdóttir framkvæmdastjóri Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs, Anna Torfadóttir borgarbókavörður, María Karen Sigurðardóttir forstöðumaður Ljósmyndasafns Reykjavíkur og Alma Dís Kristinsdóttir safnafræðslufulltrúi Listasafns Reykjavíkur. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Greipur Gíslason verkefnastjóri kynntu HönnunarMars sem fram fer 18. – 23. mars 2010.
- Kl. 14:20 komu Þuríður Sigurðardóttir og Kolbrún Halldórsdóttir á fundinn.
- Kl. 14:23 kom Lilja Hilmarsdóttir á fundinn.
- Kl. 14:28 kom Ólafur F. Magnússon á fundinn.
2. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnti verkefni í ferða- og markaðsmálum 2010. Einnig var kynnt breytt fyrirkomulag þekkingarheimsókna.
3. Lögð fram styrkumsókn Önnu Lísu Björnsdóttur dags. 7. desember 2009 vegna útgáfu bókar um gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu. Frestað á 117. fundi 8.2.2010 og 118. fundi 22.2.2010. Menningar- og ferðamálaráð sér sér ekki fært að styrkja verkefnið. (RMF09120005)
4. Lögð fram styrkumsókn Ingibjargar Finnbogadóttur dags. 1. febrúar 2010 vegna Reykjavík Fashion Festival 19. – 21. mars 2010. Frestað á 118. fundi 22.2.2010. Samþykkt að styrkja hátíðina um kr. 500.000.- Kannað verði samstarf við Höfuðborgarstofu í kynningarmálum hátíðarinnar. (RMF09120005)
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óskuðu bókað:
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna samþykkja fyrir sitt leyti styrkumsókn vegna Reykjavík Fashion Festival enda verkefnið gott. Það veldur hins vegar áhyggjum að ekkert fé skyldi fylgja með hinni metnaðarfullu ákvörðun borgarstjórnar um að árið 2010 skuli helgað hönnun í Reykjavíkurborg. Búast má við að Menningar- og ferðamálasvið muni þurfa að hagræða fyrir ýmsum kostnaði vegna þessa metnaðarfulla titils #GLReykjavík - hönnunarborg#GL á fjárhagsárinu 2010 nema ákvörðun verði tekin um að láta átakinu fylgja fé í samræmi við metnað.
Fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks vilja benda á að nú stendur yfir vinna við útfærslu hugmynda vegna hönnunarátaksins 2010 og niðurstöður liggja ekki fyrir. Einnig vilja fulltrúarnir benda á að sjálfsagt er að einstaka ráð og svið forgangsraði verkefnum með hliðsjón af ákvörðun borgarstjórnar þar sem því verður við komið óháð því hvort fjármagn fylgi eða ekki. Starfshópur um framkvæmd verkefnisins mun taka til starfa á næstu dögum.
5. Lögð fram styrkumsókn Önnu Grétu Ólafsdóttur dags. 4. janúar 2010 vegna íþróttasýningarinnar Krafturinn knýr í Borgarleikhúsinu sem fram fór 20. febrúar 2010. Frestað á 118. fundi 22.2.2010. Menningar- og ferðamálaráð sér sér ekki fært að styrkja verkefnið. (RMF09120005)
6. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnti Barnamenningarhátíð í Reykjavík sem fram fer 19. – 25. apríl 2010. Lögð fram drög að dagskrá.
Ólafur F. Magnússon lagði fram svohljóðandi tillögu:
Menningar- og ferðamálaráð lýsir stuðningi við tillögu Ólafs F. Magnússonar frá árinu 2009 um að Fríkirkjuvegi 11 verði skilað aftur til borgarbúa án endurgjalds, með það að markmiði að húsið verði gert að barnamenningarhúsi.
Frestað.
7. Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir verkefnisstjóri kynnti ,,Menningar uppeldi#GL sem er samstarfsverkefni ÍTR, Menntasviðs, Leikskólasviðs og Menningar- og ferðamálasviðs í samstarfi við Vinnumálastofnun til eflingar listsköpun og menningarlæsi barna og unglinga.
- Kl. 15:53 vék Jakob Hrafnsson af fundi.
8. Lagðar fram greinargerðir forstöðumanna Listasafns Reykjavíkur, Ljósmyndsafns Reykjavíkur, Borgarbókasafns Reykjavíkur, Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs, Höfuðborgarstofu, Minjasafns Reykjavíkur auk Viðeyjar um aðgerðir þessara stofnana í samræmi við menningarstefnu Reykjavíkurborgar í þeim efnum.
- Kl. 16:18 vék Dofri Hermannsson af fundi.
- Kl. 16.23 viku Lilja Hilmarsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir af fundi.
9. Lagt fram yfirlit um atvinnuátaksverkefni 2009 og 2010 hjá Menningar- og ferðamálasviði. Frestað.
10. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn frá fulltrúum Samfylkingar og Vinstri grænna:
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar óska eftir upplýsingum um Tjarnarbíó, stöðu verkefnisins og hvenær húsnæðið komist í notkun. Óskað er eftir skriflegu svari.
Fundi slitið kl. 17:05
Áslaug Friðriksdóttir
Hermann Valsson Brynjar Fransson
Guðrún Erla Geirsdóttir