Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 117

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2010, mánudaginn 8. febrúar, var haldinn 117. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi ráðsins í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1, 2. hæð og hófst hann kl. 14.20. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir, formaður, Brynjar Fransson, Jakob Hrafnsson, Dofri Hermannsson, Guðrún Erla Geirsdóttir og Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Þuríður Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Magnús Skúlason. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:


1. Sviðsstjóri sagði frá fyrirhuguðum fundi í næstu viku til undirbúnings friðarviðburða í október 2010.

- Kl. 14:23 kom Sif Sigfúsdóttir á fundinn.

2. Lagt fram erindi formanns stjórnar Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins dags. 21. febrúar 2010 þar sem óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn samtakanna. Frestað. (RMF10020004)

3. Lögð fram að nýju breytt tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar sem frestað var á fundi 102. fundi 27. ágúst 2009 og 106. fundi 14. september 2009:
Fulltrúar Samfylkingarinnar í menningar- og ferðamálaráði leggja til að árlega veiti Reykjavíkurborg heiðursviðurkenningu fyrir hönnun. Viðurkenninguna mætti veita einstaklingi eða teymi hönnuða, búsettum í Reykjavík, fyrir tiltekið verk eða fyrir langt samfellt starf sem þykir skara framúr. Val hönnuðar yrði í höndum menningar- og ferðamálaráðs.
Tillögunni fylgdi greinargerð.
Samþykkt að vísa tillögunni til vinnu sviðsstjóra Menningar- og ferðamálasviðs og skipulagsstjóra í tengslum við hönnunaráherslur Reykjavíkurborgar 2010. (RMF09080008)

4. Lögð fram styrkumsókn Önnu Lísu Björnsdóttur dags. 7. desember 2009 vegna útgáfu bókar um gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu. Frestað. (RMF09120005)

5. Lögð fram styrkumsókn START ART dags. 14. desember 2009 vegna ,,LAUGA VEGURINN 2009 - Myndlistarsýning 33 listamanna, gjörningur Laugavegsganga“ sem fram fór 23. maí 2009 og útgáfu bókar sem lýsir verkefninu. Frestað. (RMF09120005)

6. Lögð fram styrkumsókn Menningarfélagsins Tyrkland-Ísland frá desember 2009 vegna almennrar starfsemi félagsins. Frestað. (RMF09120005)

7. Lögð fram styrkumsókn Ólafs Þórðarsonar dags. 15. janúar 2010 vegna Þjóðlagahátíðar á Kaffi Rósenberg í mars 2010. Frestað. (RMF09120005)

8. Lögð fram styrkumsókn Halim Hakan Durak dags. 1. febrúar 2010 vegna Alþjóðlegar swingdanshátíðarinnar Arctic Lindy Exchange 9. - 15. ágúst 2010. Frestað. (RMF09120005)

9. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kom á fundinn og kynnti Safnanótt 2010 sem haldin verður 12. febrúar n.k.

10. Skipun stjórnar Menningarnætur 2010 ásamt erindisbréfi. Lagt til að stjórnina skipi Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR og verði formaður, Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, Kristín Einarsdóttir aðstoðarsviðsstjóri Framkvæmda- og eignasviðs, Regína Ástvaldsdóttir skrifstofustjóri borgarstjóra, Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu og Þórólfur Jónsson garðyrkjustjóri á Umhverfis- og samgöngusviði. Jafnframt lagt fram erindisbréf stjórnar. Samþykkt.

11. Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður kom á fundinn og kynnti vinnu við endurskoðun stefnu Minjasafns Reykjavíkur. Lagt fram minnisblað borgarminjavarðar dags. 8. febrúar 2010.

12. Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður kynnti embættisafgreiðslur borgarminjavarðar frá 1. ágúst – 31. desember 2009. Lagt fram minnisblað borgarminjavarðar dags. 4. febrúar 2010.


Fundi slitið kl. 16.06
Áslaug Friðriksdóttir
Sif Sigfúsdóttir Jakob Hrafnsson
Brynjar Fransson Dofri Hermannsson
Hermann Valsson Guðrún Erla Geirsdóttir