Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2009, mánudaginn 17. desember, var haldinn 114. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Grófarhúsinu 6. hæð og hófst hann kl 18.05. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir, formaður, Sif Sigfúsdóttir, Jakob Hrafnsson, Brynjar Fransson, Dofri Hermannsson, Guðrún Erla Geirsdóttir og Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Þuríður Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Hildur Sif Arnardóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fyrir styrkumsókn Þorsteins Otta Jónssonar vegna Ljósmyndabókar um Granda. Ráðið sá sér ekki fært að verða við erindinu. (RMF00903006).
2. Lögð fyrir fjárhagsáætlun Muggs fyrir árið 2010 og tillaga um viðbót til eflingar dvalarsjóði Muggs með 750.000 kr. styrkveitingu. Samþykkt. (RMF05090006)
- Kl 18.15 mætti Ágúst Guðmundsson á fundinn.
3. Kynnt staðan á endurskoðun húsnæðisstyrkja í menningarmálum.
Fundi slitið kl 18.30
Áslaug Friðriksdóttir
Sif Sigfúsdóttir Jakob Hrafnsson
Brynjar Fransson Dofri Hermannsson
Hermann Valsson Guðrún Erla Geirsdóttir.