Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 111

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2009, miðvikudaginn 18. nóvember, var haldinn 111. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi ráðsins í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1, 2. hæð og hófst hann kl 10.15. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir, formaður, Sif Sigfúsdóttir, Jakob Hrafnsson, Brynjar Fransson, Dofri Hermannsson, Guðrún Erla Geirsdóttir og Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Þuríður Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Hildur Sif Arnardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Berglind Ólafsdóttir skrifstofustjóri rekstrar og fjármála menningar- og ferðamálasviðs kynnti 9 mánaða uppgjör auk greinargerðar sviðsins.

2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra mannvirkjaskrifstofu Framkvæmda- og eignasviðs dags. 12.11.20009. Anna Torfadóttir borgarbókavörður skipuð sem fulltrúi Menningar- og ferðamálasviðs í byggingarnefnd vegna Menningar- og þjónustumiðstöðvar við Spöng.

3. Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri, Berglind Ólafsdóttir, og Signý Pálsdóttir skrifstofustjóri menningarmála kynntu drög að starfs- og fjárhagsáætlun Menningar- og ferðamálasviðs 2010. Jafnframt var lagt fram yfirlit um breytingar á gjaldskrá 2010
Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og áheynarfulltrúar BÍL lögðu fram eftirfarandi bókun:
Í desember 2008 var, í umboði borgarstjóra, undirritaður samningur við Borgarleikhúsið um fjárframlög til reksturs hússins. Síðan þá hefur ekkert gerst í efnahagsspám sem gefið gæti stjórnendum Borgarleikhússins tilefni til að ætla að ekki yrði staðið við samninginn. Þvert á móti. Því vilja fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og áheynarfulltrúar BÍL bóka verulegar áhyggjur af þeim áhrifum sem vanefndir á gerðum samningnum og full hagræðingarkrafa munu hafa á rekstur Borgarleikhússins.
Fulltrúar Sjálftæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Meirihlutinn leggur áherslu á að málið verði skoðað í samráði við Leikfélag Reykjavíkur svo hægt verði að ná bestu niðurstöðu í erfiðu árferði eins og forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010 gera ráð fyrir.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Vinstri grænna í Menningar- og ferðamálaráði getur ekki fallist á þær forsendur sem gefnar hafa verið við gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2010. Ber þar hæst óbreytt útsvarsprósenta þrátt fyrir aukinn rekstrarkostnað og minni tekjur borgarinnar. Tilgangur útsvars er að fjármagna sameiginlegan rekstur borgarbúa og því eðlilegt að þegar harðnar í ári dreifist kostnaðurinn með sanngjörnum hætti á borgarbúa. Fullnýtt útsvarsprósenta gæti skapað borginni 630 miljónir króna í tekjur árið 2010. Niðurskurðurinn er því enn meiri en nauðsyn krefur að mati Vinstri grænna.
Úthlutun ramma ber lítil merki um nýjar áherslur í forgangsröðun. Skorið er niður með tiltölulega flötum hætti, þó krafan sé meiri á svið sem varða skipulag og framkvæmdir en hin sem varða menntun og velferð. Fulltrúi Vinstri grænna hefði viljað sjá skýrari áherslumun en þann sem hér birtist. Ljóst er að útgjöld á Velferðarsviði þurfa að aukast á árinu 2010 á meðan hægt væri að draga enn frekar saman á sviði framkvæmda eða skipulags. Niðurskurður á kostnað barna eða velferðar mun reynast kostnaðarsamur til framtíðar og er með öllu óásættanlegur.
Sú áætlun sem hér er lögð fram hefur ekki verið unnin af fulltrúum allra flokka. Þó einstaka fundir hafi verið haldnir um áherslur í málaflokknum hefur ekki gefist svigrúm til að ráðið reyni að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Án slíks svigrúms er ekki hægt að segja að um samráð hafi verið að ræða. Fulltrúi Vinstri grænna leggur því fram eftirfarandi tillögur að breytingum á fjárhagsáætlun Menningar- og ferðamálasviðs.
Að Höfuðborgarstofu verði tryggt fjármagn til að sinna auknu álagi vegna verkefni sem stuðla eiga að fjölgun ferðamanna á næstu árum.
Þau sjónarmið sem hér koma fram eru ekki tæmandi listi yfir athugasemdir Vinstri grænna við frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2009 og áskilja fulltrúar flokksins sér rétt til að koma með breytingartillögur á forgangsröðun menningar- og ferðamálaráðs á seinni stigum fjárhagsáætlunarvinnunnar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti bendir á að í fjárhagsáætlun sviðsins var gengið út frá því að mikið álag yrði á Höfuðborgarstofu og meiri áherslu yrði að leggja á ferðamálin árið 2010 og því var minni hagræðingarkrafa gerð á rekstur Höfuðborgarstofu en annarra stofnanna.


Fundi slitið kl 12.20

Áslaug Friðriksdóttir

Sif Sigfúsdóttir Jakob Hrafnsson,
Brynjar Fransson Hermann Valsson
Dofri Hermannsson Guðrún Erla Geirsdóttir