Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 110

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2009, mánudaginn 23. nóvember, var haldinn 110. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi ráðsins í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1, 2. hæð og hófst hann kl 14:15. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir, formaður, Sif Sigfúsdóttir, Jakob Hrafnsson, Brynjar Fransson, Dofri Hermannsson, Guðrún Erla Geirsdóttir og Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Þuríður Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Hildur Sif Arnardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram tillaga að því sem getur orðið til úthlutunar af styrkjafé ráðsins 2010 og ekki er þegar bundið. Samþykkt að reikna með 61 m.kr. sem faghópi um styrki er falið að gera tillögu um ráðstöfun á.
- Kl 15:10 mætti Ólafur F. Magnússon á fundinn.
2. Svanhildur Konráðsdóttir kynnti niðurstöður þjónustukönnunar Capacent um menningarstofnanir Reykjavíkurborgar.
3. Lögð fram tillaga að nýju stefnukorti Menningar- og ferðamálsviðs. Samþykkt.
4. Hafþór Yngvason kom á fundinn og lagði fram tillögu um staðsetningu á útilistaverkinu Vörðu eftir Jóhann Eyfells. Samþykkt og málinu vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
5. Hafþór kynnti jafnframt tillögu um að föst myndskreyting eftir Gest og Rúnu sem var á stúku Laugardalsvallar flytjist á byggingu Ármannshúss í Laugardal. Tillagan var samþykkt og henni vísað til Framkvæmda- og eignasviðs.
- Kl 15:40 Jakob Hrafnsson vék af fund:
6. Skipun þriggja manna dómnefndar vegna Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar 2010. Rithöfundasamband Íslands hefur tilnefnt Ingibjörgu Haraldsdóttur, jafnframt voru Kolbrún Bergþórsdóttir og Jón Óttar Ragnarsson skipuð í dómnefndina.
- 15:50 Jakob Hrafnsson tók aftur sæti á fundinum.
7. Tilnefning tveggja fulltrúa í stjórn Kjarvalsstofu í París. Frestað.
8. Lögð fyrir styrkumsókn Alexanders Zaklinsky vegna sýningar The Lost Horse Gallery á Miami Beach í desember. Ráðið telur sér ekki unnt að verða við erindinu.
9. Lögð fyrir styrkumsókn Norræna hússins sem sækir um styrk vegna Norrænna menningartónleika sem haldnir voru í nóvember. Ráðið telur sér ekki unnt að verða við erindinu.
10. Lögð fyrir styrkumsókn Þorsteins Otta Jónssonar vegna Ljósmyndabókar um Granda. Frestað.
11. Sviðsstjóri lagði fram minnisblað um málefni Leikfélags Reykjavíkur. Trúnaðarmál.
12. Fundir ráðsins út árið 2009. Samþykkt að færa næsta fund ráðsins fram til þriðjudagsins 8. desember kl 10.00.
Fundi slitið kl 16.11

Áslaug Friðriksdóttir
Sif Sigfúsdóttir Jakob Hrafnsson
Brynjar Fransson Dofri Hermannsson
Hermann Valsson Guðrún Erla Geirsdóttir