Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 107

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2009, mánudaginn 5. október, var haldinn 107. fundur menningar- og ferðamálaráðs, í fundarherbergi ráðsins, Ingólfsnausti Vesturgötu 1, 2. hæð og hófst hann kl 14.15
Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Jakob Hrafnsson, Brynjar Fransson, Dofri Hermannsson og Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Ágúst Guðmundsson. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Sigurður Þórðarson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Hildur Sif Arnardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri og Berglind Ólafsdóttir, skrifstofustjóri rekstrar- fjármála Menningar- og ferðamálasviðs kynntu tillögur vegna fjárhagsáætlunargerðar 2010 fyrir sviðið.

Kl. 14.33 mætti Stefán Benediktsson á fundinn.

2. Lögð var fram ósk KSÍ eftir heimild frá menningar- og ferðamálaráði fyrir staðsetningu styttu af Alberti Guðmundssyni fyrir framan höfuðstöðvar KSÍ í Laugardalnum, við Laugardalsvöll. Lagður var fram útdráttur úr gerðabók skipulagsstjóra frá 27.3. 2009 þar sem ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við staðsetningu minnisvarðans, uppdráttur Reynis Vilhjálmssonar landslagsarkitekts af fyrirhugaðri staðsetningu og skissur Helga Gíslasonar myndhöggvara af verkinu. (RMF09100002). Vísað til safnsstjóra Listasafns Reykjavíkur til umsagnar.

3. Lögð fyrir styrkumsókn Þorsteins Ottó Jónssonar vegna gerð ljósmynda- og minningarbókar um Granda. Fresað á fundi 14. sept. (RMF09030006). Frestað.

4. Þorkell Jónsson, deildarstjóri Mannvirkjaskrifstofu og verkefnastjóri endurbyggingar Tjarnarbíós kynnti stöðu framkvæmdanna.

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna bókuðu ósk um að áfangaskýrsla um verkefnið verði lögð fram á fundi ráðsins.

5. Farið var í Tjarnarbíó þar sem Gunnar Gunnsteinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðu leikhúsanna leiddi ráðsmenn um húsið.

Fundi slitið kl. 16:15

Áslaug Friðriksdóttir
Sif Sigfúsdóttir Jakob Hrafnsson
Dofri Hermannsson Stefán Benediktsson
Hermann Valsson Brynjar Fransson