Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2009, mánudaginn 14. september, var haldinn 106. fundur menningar- og ferðamálaráðs, í Borgarleikhúsinu ráðsins og hófst hann kl. 14.15.
Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Jakob Hrafnsson, Brynjar Fransson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Anna Pála Sverrisdóttir og Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Hildur Sif Arnardóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, kynnti leikhúsið og komandi leikár Leikfélags Reykjavíkur ásamt Þorsteinn S. Ásmundssyni, framkvæmdarstjóra.
2. Fríða Bjarney Jónsdóttir, verkefnastjóri á Leikskólaskrifstofu Leikskólasviðs Reykjavíkur kynnti skýrslu starfshóps um aukið samstarf leikskóla við listaskóla og menningarstofnanir (RMF08030010).
Fulltrúar menningar- og ferðamálaráðs lögðu fram eftirfarandi bókun:
Menningar og ferðamálaráð fagnar niðurstöðum starfshóps um aukið samstarf leikskóla við listaskóla og menningarstofnanir. Tillögur eru mjög í anda menningarstefnu Reykjavíkurborgar og það er von ráðsins að með góðu samstarfi sviðanna megi ná miklum árangri.
3. Lögð fyrir styrkumsókn Þorsteins Ottó Jónssonar vegna gerð ljósmynda og minningabókar um Granda. (RMF09030006). Frestað.
4. Lögð fyrir styrkumsókn Hans Kristjáns Árnasonar vegna heimildamyndarinnar From turf cottage to the cover of time - um ævi Sveins Kristjáns Bjarnasonar (RMF09030006). Samþykkt að styrkja verkefnið um 350.000 kr.
5. Lögð fyrir styrkumsókn Artson ehf, rekstraraðila Loftkastalans, um Reykjavík Comedy Festival sem haldin verður í Loftkastalanum 11. – 14. nóvember 2009. (RMF09030006). Samþykkt að styrkja verkefnið um 400.000 kr.
6. Lögð fyrir styrkumsókn Nýlistasafnsins vegna útgáfu afmælisrits safnsins. (RMF09030006). Samþykkt að styrkja verkefnið um 1.000.000 kr.
7. Lögð fyrir styrkumsókn Halldórs Sigurþórssonar vegna markaðssetningu á íslenskri myndlist. Synjað. (Erindi vísað til styrkumsókna fyrir starfsárið 2010).
8. Tillaga fulltrúa Samfylkingar um hönnunarverðlaun Reykjavíkur. Frestað á fundi 27.08.09. (RMF09080008). Frestað.
9. Önnur mál: Fulltrúar í menningar- og ferðamálaráði bóka þakkir til Áslaugar Thorlacius sem nú víkur úr ráðinu sem áheyrnarfulltrúi BÍL. Framlag hennar til menningarmála og faglegrar umfjöllunar um þau hefur verið mikið og ber það að þakka.
Fundi slitið
Áslaug Friðriksdóttir
Sif Sigfúsdóttir Jakob Hrafnsson
Brynjar Fransson Guðrún Erla Geirsdóttir
Anna Pála Sverrisdóttir Hermann Valsson