Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 101

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2009, fimmtudaginn 15. júní, var haldinn 101. Fundur menningar- og ferðamálaráðs sem jafnframt var starfsdagur ráðsins í Gerðubergi og hófst hann kl. 13.15. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Jakob Hrafnsson, Brynjar Fransson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Dofri Hermannsson og Davíð Stefánsson Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Anna Gréta Möller sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:


1. Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri, Signý Pálsdóttir skrifstofustjóri menningarmála og Berglind Ólafsdóttir skrifstofustjóri rekstrar og fjármála fjölluðu um forsendur og miðlæg verkefni á Menningar- og ferðamálasviði 2010.

2. Anna Torfadóttir borgarbókavörður kynnti áherslur í starfsemi Borgarabókasafns Reykjavíkur 2010.

3. Hafþór Yngvason safnstjóri kynnti áherslur í starfsemi Listasafns Reykjavíkur á árinu 2010.

4. María Karen Sigurðardóttir safnstjóri kynnti áherslur í starfsemi Ljósmyndasafns Reykjavíkur á árinu 2010.

5. Guðrún Dís Jónatansdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra kynnti áherslur í starfsemi Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergi á árinu 2010.

6. Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður kynnti áherslur í starfsemi Minjasafns Reykjavíkur á árinu 2010.

7. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður kynnti áherslur í starfsemi Höfuðborgarstofu á árinu 2010.

8. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir verkefnastjóri kynnti áherslur í starfsemi Viðeyjar á árinu 2010.

- Kl. 13:45 mætti Hermann Valsson á fundinn.
- Kl. 15:35 mætti Ólafur F. Magnússon á fundinn.

9. Endurskoðun á styrkjafyrirkomulagi ráðsins. Umræður.


Fundi slitið kl. 16:30


Áslaug Friðriksdóttir
Sif Sigfúsdóttir Guðrún Erla Geirsdóttir
Brynjar Fransson Hermann Valsson
Dofri Hermannsson Jakob Hrafnsson