Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 100

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2009, fimmtudaginn 11. júní var haldinn 100. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi ráðsins Ingólfsnausti Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 14.00. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Jakob Hrafnsson, Brynjar Fransson, Anna Pála Sverrisdóttir, Dofri Hermannsson og Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Anna Gréta Möller sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Borgarlistamaður 2009. Samþykkt var að Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður yrði útnefnd borgarlistamaður 2009. Trúnaðarmál til opinberrar útnefningar í Höfða þann 17. júní nk. (RMF09050003).

Áheyrnarfulltrúar Bandalags íslenskra listamanna lögðu fram eftirfarandi bókun:

Bandalag íslenskra listamanna er samtök atvinnulistamanna á Íslandi. Félagar eru alls um 3.000 og er meirihluti þeirra búsettur í Reykjavík. Ástæðulaust ætti að vera að fara út fyrir þann hóp í leit að einhverjum til að heiðra sem borgarlistamann Reykjavíkur. Borgarlistamaður er heiðursnafnbót sem jafnframt fylgir peningaupphæð. Á þeim tímum þegar mjög þrengir að hjá listamönnum, jafnvel meira en hjá flestum öðrum starfsstéttum er mikilvægt að listamenn hljóti þó það sem listamönnum ber. Í umræðum um þetta mál kom fram tillaga um að stofna til sérstakra Hönnunarverðlauna eða jafnvel Hönnunar- og handverksverðlauna. Slíka leið hefðu fulltrúar listamanna í menningar- og ferðamálaráði stutt eindregið. Með þessari bókun, sem þungbært er að þurfa að leggja fram, er á engan hátt sneitt að þeirri persónu sem nú er útnefnd borgarlistamaður, enda hefur hún þegar fengið margvíslega og verðskuldaða viðurkenningu fyrir störf sín.

Fulltrúar meirihluta lögðu fram eftirfarandi bókun:

Í reglum um útnefningu borgarlistamanns er þess ekki getið að sá sem hlýtur útnefningu þurfi að tilheyra félagi í Bandalagi íslenskra listamanna né öðrum fagfélögum. Meirihlutinn tekur vel í þær hugmyndir að skoða það að stofnað verði til sérstakra hönnunarverðlauna Reykjavíkurborgar.

Kl. 14.45 fór Hermann Valsson af fundinum.

2. Undirbúningur vinnufundar ráðsins sem haldinn verður 15. júní nk.

Síðasti fundur menningar- og ferðamálaráðs fyrir sumarfrí er 25. júní n.k.

Fundi slitið kl. 14.55
Áslaug Friðriksdóttir
Sif Sigfúsdóttir Anna Pála Sverrisdóttir
Brynjar Fransson Jakob Hrafnsson
Dofri Hermannsson