No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2005, miðvikudaginn 8. júní, var haldinn 10. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 16:10. Mættir: Stefán Jón Hafstein formaður, Andri Snær Magnason, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Magnús Þór Gylfason og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Erna V. Ingólfsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram til afgreiðslu svohljóðandi tillaga að breyttum samþykktum fyrir Listasafn Reykjavíkur með stofnun safnráðs: (R05050058)
Lagt er til að stofnað verði safnráð við Listasafn Reykjavíkur.
Lagt er til að 15. grein samþykkta safnsins breytist.
Í stað: ,,Menningarmálanefnd er heimilt, að fenginni tillögu forstöðumanns safnsins, að skipa ráðgjafahóp við Listasafn Reykjavíkur”
komi:
,,Menningar- og ferðamálaráð skipar fimm fulltrúa í safnráð Listasafns Reykjavíkur til tveggja ára í senn: einn samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra myndlistarmanna, einn samkvæmt tilnefningu frá Listaháskóla Íslands og þrjá án tilnefningar. Safnráð skal koma saman ársfjórðungslega. Nægir einfaldur meirihluti safnráðs til að óska eftir fundi geri safnstjóri það ekki. Safnstjóri á sæti í safnráði samkvæmt stöðu sinni og stýrir fundum ráðsins.
Safnráði Listasafns Reykjavíkur er ætlað að vera safnstjóra til ráðuneytis og stuðnings. Safnstjóri gerir tillögur til menningar- og ferðamálaráðs um stefnumörkun í málefnum safnsins og hefur safnráð sér til ráðuneytis í því efni. Safnstjóri kynnir safnráði fjárhags- og rekstraráætlanir áður en þær eru lagðar fyrir menningar- og ferðamálaráð til samþykktar.
Safnráðið skal aðstoða safnstjóra við að treysta tengsl Listasafns Reykjavíkur við aðrar menningarstofnanir og atvinnulíf á Íslandi og erlendis og það skal veita safnstjóra og starfsfólki listasafnsins stuðning við fjáröflun fyrir einstök verkefni.
Safnráð skipar tvo fulltrúa úr sínum röðum í innkaupanefnd safnsins að fenginni tillögu safnstjóra sbr. 10. gr.
Stjórn Listasafns Reykjavíkur er að öðru leyti í höndum safnstjóra sbr. 5. gr.
Laun safnráðs skulu greidd af fjárveitingu til Listasafns Reykjavíkur.”
Jafnframt er lagt til að 10. gr. breytist.
Í stað:
,,Innkaupanefnd skal skipuð þremur mönnum: Forstöðumanni safnsins einum fulltrúa kjörnum af öðru starfsfólki safnsins og einum fulltrúa tilnefndum af menningarmálanefnd. Skulu þessir tveir fulltrúar kjörnir til tveggja ára í senn.”
komi:
,,Innkaupanefnd skal skipuð þremur mönnum: Safnstjóra safnsins og tveimur fulltrúum skipuðum af safnráði sbr. 15. gr. Skulu þessir tveir fulltrúar kjörnir til tveggja ára í senn. Fulltrúi starfsmanna er áheyrnarfulltrúi í innkaupanefnd.”
Jafnframt er lagt til að um leið verði samþykktirnar uppfærðar með tilliti til nýrra heita sviða og embættismanna sbr. hjálagða gildandi samþykkt með tillögum að breytingum.
Einnig var lögð fram gildandi samþykkt með tillögum að breytingum.
Samþykkt að senda tillöguna til umsagnar núverandi og tilvonandi forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur, SÍM og starfshóps um endurskoðun á samþykktinni og að óskað verði eftir að umsögn þeirra liggi fyrir á næsta fundi.
2. Lögð fram til afgreiðslu tillaga að Borgarlistamanni 2005. Samþykkt samhljóða. (R05040224)
3. Lögð fram til afgreiðslu svohljóðandi tillaga að nýjum reglum um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar: (R05050012)
Lagt er til að breyta reglum um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í þá veru að þau verði veitt fyrir óprentað handrit að ljóðabók í stað hvers konar skáldverka. Einnig að þau verði veitt árlega í stað annað hvort ár.
Tillaga að nýjum reglum fylgdi.
Samþykkt einróma.
4. Lagt fram til kynningar erindi borgarráðs, dags. 13. maí sl. þar sem tilkynnt er skipun Árna Sigurjónssonar formanns dómnefndar um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2006. (R05050012)
5. Lögð fram til afgreiðslu svohljóðandi tillaga að styrk til Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík:
Lagt er til að Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík (AKR) verði veittur styrkur að upphæð 600 þúsund krónur fyrir hátíð í haust, til viðbótar við 900 þús. kr. styrk sem umrædd hátíð hefur þegar fengið af styrkjaúthlutun ársins 2005.
Greinargerð fylgdi tillögunni. (R05040067)
Samþykkt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.
6. Lögð fram til afgreiðslu svohljóðandi tillaga að styrk til Steinunnar Þórarinsdóttur vegna skemmda á listaverki hennar við Hallgrímskirkju. (R05050139)
Lagt er til að veita styrk til Steinunnar Þórarinsdóttur listamanns vegna skemmda sem unnar voru á styttu hennar við Hallgrímskirkju. Upphæð miðast við endurgerðarkostnað styttunnar, kr. 240 þúsund.
Greinargerð fylgdi tillögunni.
Samþykkt einróma.
7. Lögð fram til afgreiðslu svohljóðandi tillaga að styrkveitingu Motu-Fest 2005. (R05050140)
Lagt er til að veita Motu-Fest (IMC Promotions) 100 þús. kr styrk vegna rokkhátíðar í júní nk.
Greinargerð fylgdi tillögunni.
Samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.
8. Lögð fram til afgreiðslu erindisbréf fyrir vinnuhóp um málefni Viðeyjar. (R05040091) Samþykkt.
- Kl. 16.50 vék Stefán Jón Hafstein af fundi.
9. Lagður fram til kynningar samningur undirritaður 18. maí sl. um áætlunarsiglingar til og frá Viðey. (R05040099)
10. Lagður fram til kynningar samningur undirritaður 25. maí sl. um leigu og veitingarekstur í Viðeyjarstofu og Viðeyjarnausti. (R05040091)
11. Lagður fram til kynningar undirritaður samningur, dags. 8. júní 2005, milli Höfuðborgarstofu og Netvísis ehf. um rekstur bókunarþjónustu, sölustarfsemi og síma- og internetþjónustu í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík. (RMF05060014)
12. Lagt fram erindi borgarráðs, dags. 26. maí sl., þar sem óskað er umsagnar menningar- og ferðamálaráðs um beiðni Einars Hákonarsonar að fá að halda málverkasýningu í tjaldi á Austurvelli eða annars staðar í miðborg Reykjavíkur í ágúst nk.
Umsögn samþykkt einróma. (RMF05060001)
13. Lagt fram til kynningar nýtt skipurit fyrir Menningar- og ferðamálasvið. (R05040196)
14. Lagt fram til kynningar 3ja mánaða uppgjör Höfuðborgarstofu og menningarmála. (R05040235)
15. Gísli Marteinn Baldursson óskaði eftir að málefni Korpúlfsstaða verði tekin upp á næsta fundi.
Fundi slitið kl. 17.15
Andri Snær Magnason
Ármann Jakobsson Gísli Marteinn Baldursson
Ásrún Kristjánsdóttir Magnús Þór Gylfason
ÞorbjörgHelga Vigfúsdóttir