Menningar- og ferðamálaráð - 23. fundur

Menningar- og ferðamálaráð

STJÓRN HÖFUÐBORGARSTOFU

Ár 2004, föstudaginn 19. nóvember, var haldinn 23. fundur stjórnar Höfuðborgarstofu. Fundurinn var haldinn að Ingólfsnausti og hófst hann kl. 08:30. Viðstaddir voru Dagur B. Eggertsson, formaður, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Felix Bergsson, Hrönn Greipsdóttir og Guðmundur Þóroddsson. Forföll boðaði Guðjón Arngrímsson. Auk þeirra var Svanhildur Konráðsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu viðstödd og ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram yfirlit forstöðumanns ásamt innkaupayfirlit þar sem gerð var grein fyrir innkaupum og framlögum til verkefna hærri en 1 m.kr.sem veitt voru í október- nóvember.

2. 9 mánaða uppgjör, útkomuspá ásamt rekstrarskýrslu lögð fram og forstöðumaður gerði grein fyrir helstu liðum.

3. Samstarf sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um ferða- og markaðsmál. Lögð fram drög að samningi dags. nóvember 2004 milli sveitarfélaganna þar sem kveðið er á um samstarf um markaðssetningu og upplýsingamiðlun á vettvangi ferðamála. Árlegt framlag Höfuðborgarstofu er ráðgert 3.5 m.kr. og stefnt er að því að samningurinn gildi til tveggja ára. Forstöðumanni falið að ganga til samninga um verkefnið á grundvelli samningsdraga enda rúmist framlög Höfuðborgarstofu innan fjárheimilda til markaðsmála og rekstrar Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna.

4. Tilnefning í stjórn Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins. Lagt fram bréf samtakanna dags. 1. nóvember 2004 þar sem óskað ef eftir tilnefningu tveggja fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn. Lagt til að núverandi formaður samtakanna, Pétur Rafnsson og Dóra Magnúsdóttir, markaðsstjóri hjá Höfuðborgarstofu, verði fulltrúar Reykjavíkurborgar fyrir yfirstandandi kjörtímabil.
Samþykkt.

5. Lögð fram dagskrá kynningarfundar um stefnumótun í ferðamálum Reykjavíkurborgar sem haldinn verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 26.nóvember 2004.

6. Lögð fram gögn og kynntar óskir um samstarfsverkefni:
Norðan bál – fjöllistahópur: erindi dags. 20. október 2004. Óskað eftir aðkomu Reykjavíkurborgar við að framleiða skreytingar á ljósastaura í anda þess sem gert var á Vetrarhátíð 2004 og að slík ljósablóm verði gefin helstu borgum Evrópu í tilefni friðardagsins 8. maí 2005. Erindinu var hafnað.
Umræðu um önnur samstarfsverkefni var frestað.

7. Laugardalur/ Fjölskyldu- og húsdýragarður.
Umræðu frestað en óskað verður eftir kynningu á stöðu uppbyggingar í dalnum á næsta fundi stjórnar.

8. Þríhnúkagígur. Lagt fram minnisblað forstöðumanns Höfuðborgarstofu dags. 18. nóvember 2004 um framvindu og stöðu verkefnisins.

9. Lögð fram dagskrá fyrir kynnisferð stjórnar Höfuðborgarstofu til Helsinki og Tallin 28.11-1.12 2004.

Fundi slitið kl. 10:05

Dagur B. Eggertsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Hrönn Greipsdóttir
Felix Bergsson Guðmundur Þóroddsson