Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2014, mánudaginn 19. janúar var haldinn opinn fundur menningar- og ferðamálaráðs (228). Fundurinn var haldinn í Borgarbókasafni menningarhúsi Spöng og hófst hann kl. 15:00. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman formaður, Þórgnýr Thoroddsen, Magnús Arnar Sigurðarson, Stefán Benediktsson, Dóra Magnúsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Gunnar Guðbjörnsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð. Þetta gerðist: 1. Kynning á menningarstefnu Reykjavíkurborgar 2014-2020 – Menning er mannrækt Elsa Hrafnhildur Yeoman formaður menningar- og ferðamálaráðs býður fundargesti velkomna og kynnir menningarstefnuna. Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs kynnir aðgerðaráætlun sem fylgir menningarstefnunni. Kolbrún Halldórsdóttir forseti Bandalags íslenskra listamanna ræðir menningarstefnuna. - kl. 15:41 tekur Börkur Gunnarsson sæti á fundinum. Elsa Hrafnhildur Yeoman, Dóra Magnúsdóttir, Börkur Gunnarsson, Marta Guðjónsdóttir, Þórgnýr Thoroddsen, Stefán Benediktsson og Magnús Arnar Sigurðsson taka sæti í pallborði. Svanhildur Konráðsdóttir stýrir pallborðsumræðum. 2. Elsa Hrafnhildur Yeoman kynnir styrkveitingar menningar- og ferðamálaráðs 2015 og veitir tónlistarhóp Reykjavíkur 2015, Samúel Jón Samúelsson Big Band, viðurkenningu. Fundi slitið kl. 16.15 Elsa Hrafnhildur YeomanÞórgnýr Thoroddsen Magnús Arnar SigurðarsonStefán Benediktsson Dóra MagnúsdóttirMarta Guðjónsdóttir Börkur Gunnarsson