Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - vinnufundur

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2019, föstudaginn 1. febrúar var haldinn 12. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs – starfsdagur ráðsins.  Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:30. Viðstödd voru: Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Hjálmar Sveinsson, Elín Oddný Sigurðardóttir, Katrín Atladóttir, Björn Gíslason og Baldur Borgþórsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Erling Jóhannesson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, Huld Ingimarsdóttir fjármálastjóri menningar- og ferðamálasviðs og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á fjárfestingaáætlun menningar- og ferðamálasviðs.

    Guðlaug Sigurborg Sigurðardóttir, fjármálastjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  2. Fram fer kynning á fjárhagsáætlun menningar- og ferðamálasviðs 2019 og menningarstefnunni menning er mannréttindi.

    -    kl. 10:00 víkur Hjálmar Sveinsson af fundinum.

  3. Fram fara umræður um stefnumótun og forgangsröðun í menningarmálum í Reykjavík.
    Samþykkt að fela formanni menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs að vinna úr umræðum.

    -    kl. 12:00 víkja Arna Schram, Huld Ingimarsdóttir, Erling Jóhannesson og Inga María Leifsdóttir af fundinum.

    -    kl. 12:00 er gert fundarhlé.

    -    kl. 13:00 er fundur settur á ný.

    • Fram fer  umræða um íþrótta- og tómstundamál.  

      -    kl. 13:00 taka sæti á fundinum. Hjálmar Sveinsson, Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþrótta- og tómstundasviðs, Andrés B. Andreasen, fjármálastjóri íþrótta- og tómstundasviðs, og Ómar Einarsson, sviðsstjóri íþrótta- og tómstundasviðs sem tekur við fundarritun. 

    • Fram fer kynning á fjárhagsáætlunarferli og fjárfestingaráætlun ÍTR og þeim framkvæmdum sem eru í farvatninu.

    • Fram fara umræður og vinna við stefnumótun íþrótta- og tómstundamála meðal kjörinna fulltrúa.
      Samþykkt að fela formanni menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs að vinna úr umræðum.

    Fundi slitið klukkan 15:30

    Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson

    Sabine Leskopf