Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 97

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2023, föstudaginn 8. september var haldinn 97. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Hofi og hófst kl. 9:33. Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Kristinn Jón Ólafsson, Friðjón R Friðjónsson varamaður fyrir Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttir, Kjartan Magnússon, Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Stefán Pálsson og Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL.  Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Eiríkur Björn Björgvinsson, Steinþór Einarsson, María Rut Reynisdóttir og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra menningarmála dags. 5. sept. 2023 með tilnefningum Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO, Félags bókaútgefenda og Rithöfundarsambands Íslands í dómnefnd um bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2023 MOF23080001.
    Trúnaðarmál fram að afhendingu verðlauna.
    Samþykkt.

  2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra menningarmála dags. 6. september 2023 um skipun í faghóp vegna úthlutunar styrkja menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs úr borgarsjóði til menningar og lista 2023 með tilnefningum frá Bandalagi íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöð.  
    Trúnaðarmál fram að úthlutun styrkja.
    Samþykkt.

  3. Fram fer umræða um Tjarnarbíó.

    -    kl. 09:43 víkur Erlingur Jóhannesson af fundi.  
    -    kl. 09:43 tekur Anna Karen Arnarsdóttir fjármálastjóri menningar- og íþróttasviðs sæti á fundinum.

  4. Fram fer kynning á 6 mánaða uppgjöri menningar- og íþróttasviðs janúar – júní 2023.

    Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    6 mánaða uppgjör menningar- og íþróttasviðs sýnir að reksturinn er stöðugur og frávik frá fjárhagsáætlun ársins er lítið eða 0,6%. Þar vegur þungt að nýting frístundakortsins hefur verið umfram áætlun sem er jákvætt í sjálfu sér en skýrir þriðjung af frávikinu. Góð nýting frístundastyrksins sýnir hve mikilvægt það er til að stuðla að almennu aðgengi barna og ungmenna að fjölbreyttu frístundastarfi í borginni. Það er ánægjulegt að sjá að tekjur voru umfram áætlun hjá söfnum borgarinnar og sundlaugum en hins vegar hefur aðsókn að skíðasvæðum og Fjölskyldu- og húsdýragarðinum verið undir væntingum sem má að miklu leyti rekja til óhagstæðs veðurfars á fyrri helmingi ársins.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fullt tilefni er til að hrósa Menningar- og íþróttasviði fyrir að skila hálfsársuppgjöri í samræmi við endurskoðaðar áætlanir og fjárheimildir en rúmlega hálft prósentustig í frávik frá áætlun verður að teljast innan skekkjumarka. Niðurstaðan er ánægjuleg breyting frá skelfilegu hálfsársuppgjöri Reykjavíkurborgar í heild, A-hluta og samstæðu borgarinnar. Yfirstjórn borgarinnar mætti gjarnan taka sviðið sér til fyrirmyndar áður en hún verður ógjaldfær.

  5. Fram fer umræða um fjárhagsáætlun menningar- og íþóttasviðs 2024.

Fundi slitið kl. 11:05.

Skúli Helgason Kristinn Jón Ólafsson

Pawel Bartoszek Sabine Leskopf

Stefán Pálsson Friðjón R. Friðjónsson

Kjartan Magnússon

PDF útgáfa fundargerðar
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð 08.09.2023 - Prentvænt útgáfa