Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 96

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2023, föstudaginn 25. ágúst var haldinn 96. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Hofi og hófst kl. 9:35. Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Sabine Leskopf, Kristinn Jón Ólafsson, Pawel Bartoszek, Friðjón R. Friðjónsson varamaður fyrir Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttur, Stefán Pálsson og Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri MÍT, Steinþór Einarsson, María Rut Reynisdóttir og Inga María Leifsdóttir sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fylgigögn

  2. Fylgigögn

  3. Frestað

    Fylgigögn

  4. Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að samþykkt verði erindi frá Victori Berg Guðmundssyni og Viking Park um að þeir taki að sér bátinn Örninn með það í huga að gera bátinn upp, viðhalda og hafa til sýnis við Hjörleifshöfða.  Lögð verði áhersla á tengingu við sögu bátsins, sögu útgerðar og siglinga á svæðinu, landnámssögu Íslands og kvikmyndasöguna samanber meðfylgjandi greinargerð.

    Samþykkt.

     

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Meirihlutinn fagnar þeim víðtæka áhuga sem aðilar í samfélaginu hafa sýnt því að tryggja að hinn sögufrægi bátur Örninn öðlist framhaldslíf. Fjölmargir sendu inn fyrirspurnir og hugmyndir og þrír aðilar sendu inn formleg erindi um varðveislu og viðhald bátsins og voru þau öll vönduð og áhugaverð. Það er niðurstaða meirihlutans að leggja til að gengið verði til samninga við aðila sem standa að Víkingagarðinum Viking Park við Hjörleifshöfða þar sem báturinn verður gerður upp og hafður til sýnis í samhengi við sögu sjávarútvegs, landnáms og íslenska kvikmyndavorið en Örninn kom við sögu í þekktum íslenskum kvikmyndum á 9. áratugnum.

    Fylgigögn

  5. Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri Grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Meirihlutinn þakkar fyrir vandaða kynningu á hinu metnaðarfulla verkefni Vetrargarðinum sem verið hefur í undirbúningi undanfarin ár. Verkefnið er í fullu samræmi við Græna planið og lýðheilsustefnu Reykjavíkur og fellur vel að menntastefnu borgarinnar og áherslum Útilífsborgarinnar sem er ein af þremur meginstoðum menningar og íþróttasviðs borgarinnar ásamt Menningarborginni og Íþróttaborginni. Eðlilegt er að halda undirbúningi verkefnisins áfram en næstu skref eru að útfæra og klára áætlanir um stofnkostnað og rekstur áður en endanlegar ákvarðanir um framkvæmdina verða teknar.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hugmyndin um Vetrargarð í Breiðholtsbrekkunni er góð og allra athygli verð, en í dag er Reykjavíkurborg varla aflögufær til að leggja í framkvæmdir sem munu kosta borgarbúa að minnsta kosti einn milljarð króna. Þá er hvergi minnst á rekstrarkostnað Vetrargarðsins í áætlunum borgarinnar en ljóst er að hann myndi vera umtalsverður.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja hugmyndir um að nýta það efni sem fellur til við gerð Arnanessvegar til landmótunar á svæðinu en hugmyndir um að verja hundruðum milljóna í húsnæði og tækjakaup eru í besta falli óábyrgar á meðan Reykjavíkurborg er rekin dag frá degi á yfirdrætti. Einnig er ljóst af fréttum sumarsins að erfitt mun reynast að fá frekari yfirdráttarlán.  Heillavænlegast væri bíða með ákvarðanir um mörg hundruða milljóna útgjöld þar til áætlanir meirihluta borgarstjórnar um fjárhagslegt sjálfstæði raungerast.

    Fylgigögn

  6. Fylgigögn

  7. Var menningar og íþróttasvið upplýst um að undirgöngum við Nauthólsveg væri lokað og aðkoma barna og annarra hjólandi og gangandi skert að einu fjölsóttasta íþrótta og tómstundasvæði borgarinnar?

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 11:35.

Skúli Helgason Kristinn Jón Ólafsson

Sabine Leskopf Pawel Bartoszek

Birna Hafstein Friðjón R. Friðjónsson

Stefán Pálsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- íþrótta- og tómstundaráðs frá 25. ágúst 2023