Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 95

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2023, föstudaginn 22. júní var haldinn 95. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Hofi og hófst kl. 9:34. Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Birna Hafstein varamaður fyrir Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttur, Kjartan Magnússon, Pawel Bartoszek, Stefán Pálsson og Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL.  Sabine Leskopf og Rannveig Ernudóttir, varamaður fyrir Kristinn Jón Ólafsson, tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: María Rut Reynisdóttir tók sæti á fundinn með rafrænum hætti, Eiríkur Björn Björgvinsson og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Þráinn Hafsteinsson og Jóhannes Guðlaugssson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fulltrúar í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði leggja fram svohljóðandi bókun:

    Verkefnið Frístundir í Breiðholti snýst um að taka vel utan um börn og ungmenni sem þurfa aukinn stuðning vegna félagslegrar stöðu, uppruna eða námslegrar stöðu með meira samtali og aukinni félagslegri og fjárhagslegri aðstoð. Markmiðið er að auka þátttöku barna í virku íþrótta- og frístundastarfi með áherslu á hópa sem síður hafa nýtt frístundakortið. Íþrótta- og frístundastarf skiptir gríðarlegu máli þegar kemur að inngildingu barna og fjölskyldna í samfélagið. Eldmóður, umhyggja og manneskjuleg nálgun þar sem byggt er á persónulegum tengslum maður á mann hefur einkennt verkefnið í hvívetna og það má draga mikinn lærdóm af aðferðunum enda stendur nú til að nýta þessa reynslu úr Breiðholti í öðrum borgarhlutum. Ánægjulegt er að sjá að skýrar vísbendingar eru um að þátttaka og virkni barna og ungmenna í skipulögðu frístundastarfi hafi aukist í Breiðholti eftir að verkefninu var hleypt af stokkunum haustið 2020.

  2. Samþykkt.

    Fylgigögn

  3.  

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tjarnarbíó er hjarta sjálfstæðra sviðslista í borginni og hafa forsvarsmenn ráðs og sviðs um nokkurt skeið beitt sér fyrir tvíhliða samstarfi við menningar- og viðskiptaráðuneytið um að styrkja starfsgrundvöll Tjarnarbíós til framtíðar. Þar er horft til þess að greina þarfir þess og sviðslista á höfuðborgarsvæðinu almennt varðandi bætta aðstöðu til æfinga og sýninga, leita leiða til að mæta tímabundnum rekstrarvanda Tjarnarbíós en líka kortleggja hvernig megi bæta rekstrargrundvöll leikhússins til framtíðar. Mikill vilji er hjá báðum aðilum að vinna að farsælli lausn og er stefnt að því að ná niðurstöðu um aðgerðir til úrbóta á allra næstu vikum.

  4. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur beinir því til borgarráðs að samþykkja sjö milljóna króna aukafjárveitingu til að mæta bráðavanda Tjarnarbíós og koma í veg fyrir lokun þess í haust. Fjárveitingin verði fjármögnuð af lið 09205 í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, ófyrirséð.

    Flýtt verði eins og unnt er, þarfagreiningu á aðstöðumálum Tjarnarbíós og sjálfstæðra sviðslista almennt sem fyrirhuguð er í samstarfi við ríkið, líkt og samþykkt var á fundi fundi Menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs 10. febrúar 2023.

    Kostnaðarmat verði framkvæmt á þörfum og óskum rekstraraðila Tjarnarbíós vegna Tjarnargötu 12.

    Einnig er lagt til að borgarstjórn samþykki að Reykjavíkurborg hefji viðræður um formlegt samstarf við ríkið til að móta stefnu til framtíðar fyrir sjálfstæða sviðslistastarfsemi í Reykjavík og til að skjóta styrkari stoðum fjárhagslega undir starfsemina.

    Vísað frá með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata gegn 3 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna.

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tillögunni er vísað frá enda er nú verið að leggja drög að tvíhliða samstarfi borgar og ríkis um að finna farsæla lendingu á öllum þeim málum sem ávörpuð eru í tillögunni.

    Fylgigögn

  5.  

    Fulltrúar í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði leggja fram svohljóðandi bókun:

    Það eru spennandi uppbyggingatímar framundan hjá KR í vesturbænum. Unnið hefur verið að undirbúningi á byggingu fjölnota íþróttahúss og var samþykkt í borgarráði í gær að halda áfram undirbúningi fyrir alútboð á framkvæmdinni sem verði fullfjármögnuð í komandi fjárfestingaráætlun til næstu 5 ára. Nýuppferð kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdin muni kosta ríflega 2,4 milljarða króna. Með tilkomu hússins losnar líka um tíma og pláss í eldri sölum sem geta þá nýst undir fleiri íþróttagreinar. Nýja húsið mun þannig bæta til muna aðstöðu félagsins, barna, ungmenna og fullorðinna í fjölbreyttum íþróttagreinum.

    Fylgigögn

  6. Fylgigögn

Fundi slitið kl. 12:00

Skúli Helgason Birna Hafstein

Kjartan Magnússon Stefán Pálsson

Rannveig Ernudóttir Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 23. júní