Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2023, föstudaginn 9. júní var haldinn 94. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Hofi og hófst kl. 9:32. Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Birkir Ingibjartsson varamaður fyrir Sabine Leskopf, Pawel Bartoszek, Kjartan Magnússon, Kristinn Jón Ólafsson, og Stefán Pálsson. Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Steinþór Einarsson og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram tillaga faghóps, dags. 7. júní 2023, um styrki til myndríkrar miðlunar um sögu Reykjavíkur.
Samþykkt. MOF23040008Guðbrandur Benediktsson forstöðumaður Borgarsögusafns og Inga María Leifsdóttir verkefnisstjóri hjá menningar- og íþróttasviði taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Stefán Pálsson víkur af fundinum undir þessum lið.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Markmið umræddra styrkveitinga er að stuðla að öflugri miðlun menningararfleifðar Reykjavíkur og sögu hennar. Styrkirnir felast í niðurgreiðslu á kostnaði vegna kaupa á ljósmyndum frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Í ljósi þess að hverfisblöðin í borginni eru einhver öflugasti vettvangur miðlunar á menningararfleifð Reykjavíkur og sögu hennar, skýtur skökku við að umsókn frá útgáfu hverfisblaða hafi ekki verið tekin til greina. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir því að skoðaðar verði leiðir til að koma til móts við hverfisblöðin að þessu leyti svo kostnaður vegna kaupa á ljósmyndum frá Reykjavíkurborg verði þeim ekki fjötur um fót í lofsverðri viðleitni sinni við að miðla sögu borgarinnar til almennings.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga, ódags., að breytingu á reglum á Frístundakorti er snúa að forráðamönnum.
Samþykkt.Jóhanna Garðarsdóttir deildarstjóri þróunar- og upplýsingamála hjá menningar- og íþróttasviði tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Skátafélagsins Skjöldunga um styrk vegna leiðtogaþjálfunar.
Synjað. -
Fram fer kynning á stöðu hönnunar við endurbætur á Sundhöll Reykjavíkur. ITR22080020
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar lögðu fram svohljóðandi bókun:
Þökkum fyrir kynninguna á uppfærðum teikningum fyrir Sundhöllina sem snýr að uppfærslu búnaðar til þess að svara nútímakröfum og gott að sjá að ásýnd laugarinnar mun haldast. Meirihluti menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs leggur áherslu á að halda á lofti áframhaldandi samráði við notendur Sundhallarinnar, t.d. íbúa á öllum aldri sem eru tíðir gestir og sundhreyfinguna. Samkvæmt þjónustustefnu Reykjavíkurborgar skal notendamiðuð þjónusta ávallt höfð að leiðarljósi í öllum verkefnum borgarinnar, þ.e. þjónustu og aðgengi skal hanna og skipuleggja út frá þörfum og sjónarhorni notenda.
-
Fram fer kynning á framgangi vinnu við sameiningu á nýju sviði. ITR23020003
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Menningar-, íþrótta og tómstundaráð Reykjavíkur skorar á Leikfélag Reykjavíkur að jafna kjör kvennastétta í Borgarleikhúsinu, dansara og danshöfunda, við kjör annarra listamanna sem vinna samsvarandi störf og þannig höggva á kynbundin launamun innan sviðslistanna.
Frestað.
Fundi slitið kl. 11:00.
Skúli Helgason Kristinn Jón Ólafsson
Birkir Ingibjartsson Pawel Bartoszek
Stefán Pálsson Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
Kjartan Magnússon
PDF útgáfa fundargerðar
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð 09.06.2023 - Prentvænt útgáfa