Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2023, föstudaginn 5. maí var haldinn 92. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Hofi og hófst kl. 9:34. Viðstödd voru: Skúli Helgason, Kjartan Magnússon, Kristinn Jón Ólafsson, Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf og Stefán Pálsson og Anna Eyjólfsdóttir áheyrnarfulltrúi BÍL. Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Eiríkur Björn Björgvinsson, Steinþór Einarsson, María Rut Reynisdóttir, Auður Ásgrímsdóttir.
Fundarritari var Inga María Leifsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 19. apríl 2023 þar sem fram kemur að Helgi Áss Grétarsson taki sæti sem varafulltrúi í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði í stað Friðjóns R. Friðjónssonar. MSS22060045
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um útnefningu Borgarlistamanns Reykjavíkur 2023. MOF23040002
- Sabine Leskopf víkur af fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs dags. 2. maí 2023 um skipan þriggja sérfræðinga á menningar- og íþróttasviði í ráðgefandi faghóp vegna úthlutunar styrkja til myndríkrar miðlunar. MOF23040008
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs um styrki ráðsins á sviði menningarmála fyrir árið 2023 sem samþykkt var á fundi þess 28. nóvember 2022, ásamt greinargerð faghóps skipuðum fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar dags. 17. nóvember 2022. Trúnaður ríkti um tillöguna fram að úthlutun styrkjanna sem fram fór þ. 12. janúar sl. MOF22110010
Samþykkt að gerðir verði samstarfssamningar vegna áranna 2023, 2024 og 2025 við eftirtalda aðila með árlegu framlagi með fyrirvara um samþykki borgarráðs og heimildir í fjárhagsáætlunum 2024-2025:
3 m.kr. Sequences myndlistarhátíð
3 m.kr. Lókal alþjóðleg leiklistarhátíð í Reykjavík
3 m.kr. Myrkir músíkdagar (Tónskáldafélag Íslands)
2 m.kr. Reykjavík Ensemble (Heimsleikhúsið)
2 m.kr. Myndhöggvarafélagið í Reykjavík
2 m.kr. Mengi (Hlutmengi)Samþykkt að Listhópur Reykjavíkur 2023 verði Ungmennadanshópurinn Forward (Dansgarðurinn) með 2 m.kr. styrk.
Samþykkt að veita eftirfarandi styrki til verkefna á árinu 2023:
2 m.kr. ASSITEJ á Íslandi-UNGI 2023-24: Alþjóðl. sviðslistasamt. fyrir unga áhorfendur
2 m.kr. Grasrótin, félagasamtök: RVK Fringe Festival
1,5 m.kr. SÍM, samband ísl myndlistarmanna: Torg Listamessa 2023 í Reykjavík
1,5 m.kr. Miðstöð hönnunar og arkitek ehf: DesignTalks Reykjavik 2023
1,2 m.kr Hringleikur – sirkuslistafélag: Rekstur Hringleiks sirkuslistafélags 2023
1 m.kr. Alþjóðleg kvikmyndahá Rvk ehf.: UNG RIFF
1 m.kr. Múlinn – jazzklúbbur: Tónleikaröð Jazzklúbbsins Múlans í Hörpu
1 m.kr. Heimili kvikmyndanna: Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð 2023
1 m.kr. Mýrin,fél um barnabókm.hátíð: Leikur úti í mýri
1 m.kr. Kammerhópurinn Nordic Affect: Starf kammerhópsins Nordic Affect
1 m.kr. LAB LOKI, félagasamtök: Marat/Sade
1 m.kr. Barnafestival Kátt á Klambra: Barnamenningarhátíð
900.000 Open, félagasamtök: Open sýningarrými
900.000 Fyrirbæri ehf.: Fyrirbæri: sýningar, gallerí og vinnustofur
900.000 Schola Cantorum, kammerkór: Samstarfssamningur til þriggja ára
800.000 Afrika-Lole, áhugamannafélag: FAR Fest Afríka Reykjavík 2023
800.000 Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar: MetamorPhonics á Íslandi 2022-2023
800.000 Listvinafélagið í Reykjavík: LISTVINAFÉLAGIÐ Í REYKJAVÍK 2023-24
800.000 List án landamæra, listaf.: Götustrigi Reykjavíkur - List án landamæra
800.000 Gunnsteinn Ólafsson: Sinfóníuhljómsveit unga fólksins
800.000 Leikfélagið Hugleikur: Hugleikur 40 ára - samstarfssamningur
800.000 GRAL áhugafélag um leiklist: Sviðsverkið „Ég er ekki Jóhanna af Örk“
800.000 Ásrún Magnúsdóttir: Litla systir
700.000 Pan Thorarensen: Extreme Chill Festival 2023
700.000 Ástríður Jónsdóttir: Associate Gallery
600.000 Selma Reynisdóttir: Satanvatnið
600.000 Pysja sf.: Samtímalist í Café Pysju (sýningadagskrá fyrir árið 2023)
600.000 Dansverkstæðið: JÚLÍ23 - vinnustofuverkefni
600.000 Hildigunnur Halldórsdóttir: 15:15 tónleikasyrpan
500.000 Elfa Lilja Gíslad.: Upptakturinn 2023 – tónsköpunarverðl. barna og ungmenna
500.000 Sigurður Atli Sigurðsson: Reykjavík Art Book Fair
500.000 Hennar rödd: Konur af erlendum uppruna í listum
500.000 Listafélagið Klúbburinn: Tóma rýmið
500.000 Vinnslan listhópur: Vernd
500.000 Dansfélagið Lúxus: Ó, ljúfa líf
500.000 Yelena Nadjeschda Ita Arakelow: Improv for Dance Enthusiasts
500.000 Orðskjálfti, félagasamtök: Ritsmiðjur Orðskjálfta
500.000 Þorey Birgisdottir: Ífígenía Íslands
500.000 NAT ehf : „Vík burt! Hið illa er enn að verki í veröldinni”
500.000 Guðrún Hrund Harðard.: Hlustað á þögnina - hljómur árstíðanna í Elliðaárdal
500.000 Töfrahurð: Muggur og tónlistaræfintýrið Dimmalimm
500.000 Textílfélagið: Textílhönnun í fortíð og nútíð
500.000 Elísabet Birta Sveinsdóttir: DANSATANZA
500.000 Leikhópurinn Perlan: Slysaskot í Palestínu
500.000 Menningarfélagið Flanerí: Flanerí RVK
500.000 Samskiptmiðst.heyrnarlausra: táknmálstúlkun í tómst. og menningarviðburðum
500.000 Jónas Hauksson: Hellirinn Metalfest
450.000 Lúðrasveitin Svanur: Svanurinn - Á hátíðarstundum
450.000 Lúðrasveit verkalýðsins: Lúðrasveit verkalýðsins
450.000 Lúðrasveit Reykjavíkur: Tónleikahald og önnur verkefni LR á árinu 2023
400.000 Gallerí Undirgöng: Gallerí Undirgöng
400.000 Raflistafélag Íslands: Raflost 2023
400.000 Kristín Ómarsdóttir: Glerhúsið: Vetur, vor, sumar og haust 2023
400.000 Óskar Örn Arnórsson: Slökkvistöðin
400.000 Stefan Sand Groves: Look at the Music!
400.000 Magnús Thorlacius: Lónið
400.000 Elizabeth Rachel Nienhuis: Snákur's Sleepover
300.000 Töframáttur tónlistar sf.: Töframáttur tónlistar
300.000 Björk Níelsdóttir: Fjálögin í fínum fötum
300.000 Bjarni Snæbjörnsson: Gúbbífiskur - leikverk
300.000 Laufey Sigurðardóttir: Mozart tónleikar á fæðingardegi tónskáldsins
300.000 Anna Kolfinna Kuran: Dætur: tíu ára afmælissýning
250.000 Q - félag hinsegin stúdenta: Listamarkaður Q - félagsins
200.000 Þórdís Gerður Jónsdóttir: Tónleikar á hjúkrunarheimilum í Reykjavík
200.000 Alltaf nóg slf.: Sjö ljóð úr óskrifaðri ljóðabókFylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs dags. 14. september 2022 um skipan í faghóp vegna úthlutunar styrkja menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs úr borgarsjóði til menningar og lista 2023 með tilnefningum frá Bandalagi íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöð sem samþykkt var á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs þ. 28. nóvember 2022. Trúnaður ríkti um tilnefninguna fram að úthlutun styrkja, sem fram fór þ. 12. janúar sl. .MOF22110010
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um útilífsborgina Reykjavík.
Atli Steinn Árnason og Logi Sigurfinnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. ITR23030017
- Kl. 10:10 tekur Ingvar Sverrisson sæti á fundinum.
- Kl. 10:44 víkur Anna Eyjólfsdóttir af fundinum. -
Lagt fram minnisblað Íþróttabandalags Reykjavíkur varðandi verðþróun æfingagjalda félaga, dags. 2. maí 2023, ásamt yfirliti yfir æfingagjöld KR og Víkings 2022-2023. ITR23020002
- Kl. 11:02 víkur Ingvar Sverrisson af fundinum.
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Niðurstöður athugana ÍBR benda til þess að almennt hafi æfingagjöld ekki hækkað umfram verðbólgu en hækkanir hafi verið á bilinu 1-17,6% í þremur greinum sem ÍBR kannaði sérstaklega. Tvö dæmi eru staðfest um hækkanir umfram verðbólgu þar sem gjöld hækkuðu um 15-17,6% og var leitað skýringa á þeim hjá viðkomandi félögum sem birtar eru með fundargögnum. Almennt reyndust æfingagjöld lægri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélögunum. Ef marka má yfirferð ÍBR hefur hækkun frístundastyrks um 50% sl. áramót því almennt skilað sér að stærstum hluta til barnafjölskyldna í borginni eins og stefnt var að. Ráðið mun áfram fylgjast með verðþróun æfingagjalda í samstarfi við ÍBR og íþróttafélögin og er æskilegt að það verði útfært með rafrænum og sem mest sjálfvirkum hætti.
-
Lagt fram svar sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs, dags. 2. maí 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um gestakomur í Húsdýragarðinn sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. apríl sl. MSS23040051
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs, dags. 2. maí 2023, við fyrirspurn menningar-, íþrótta- og tómstundaráðsfulltrúa Vinstri grænna varðandi framtíðarhorfur listaþorpsins í Gufunesi sbr. 4. lið fundargerðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 28. febrúar 2023. ITR23030003
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á framgangi vinnu við sameiningu á nýju sviði. ITR23020003
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- íþrótta- og tómstundaráðs frá 5. maí 2023