No translated content text
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2023, föstudaginn 21. apríl var haldinn 91. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Hofi og hófst kl. 09:33. Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Kjartan Magnússon, Kristinn Jón Ólafsson, Sabine Leskopf, Stefán Pálsson og Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL. Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Eiríkur Björn Björgvinsson, María Rut Reynisdóttir, Inga María Leifsdóttir, Auður Ásgrímsdóttir og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á Iðnó. MOF23040003
Björgvin Sigvaldason og Guðfinnur Sölvi Karlsson tóku sæti á fundinn undir þessum lið.- kl. 09:38 tekur Pawel Bartoszek sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofustjóra menningarborgar dags. 18. apríl 2023 með tillögu um breytingu á verklagsreglum Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar. MOF23040001
Samþykkt.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um bátinn Örninn varðandi förgun. – BOS23030002
Lögð fram svohljóðandi málsmeðferðartillaga:
Lagt er til að sviðsstjóra í samráði við forstöðumann Borgarsögusafns verði falið að leggja mat á þau erindi sem borist hafa um endurgerð og varðveislu bátsins Arnarins og leggja í kjölfarið fram tillögu fyrir ráðið um framtíðartilhögun bátsins.
Samþykkt.
Fulltrúar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs leggja fram svohljóðandi bókun:
Ánægjulegt er að sjá fjölmargar áhugaverðar hugmyndir um hvernig megi gera upp og varðveita bátinn Örninn. Sviðsstjóra í samvinnu við Borgarsögusafn er falið að leggja mat á þau erindi sem borist hafa og leggja í kjölfarið fram tillögu fyrir ráðið um framtíðartilhögun bátsins.
-
Fram fer kynning á stafrænni vegferð menningar- og íþróttasviðs. ITR23040017
- kl. 10:52 víkur Inga María Leifsdóttir af fundi.
Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Grunninnviðir stafrænnar vegferðar menningar- og íþróttasviðs hafa batnað mikið undanfarin ár. Til að byggja ofan á þá góðu vinnu liggja tækifærin víða í að stórefla enn frekar þjónustu til íbúa. Meirihluti menningar-, íþrótta og tómstundaráðs leggur sérstaka áherslu á að fundnar verði lausnir við stafrænu borgarkorti, t.d. með því að fara í lausnamiðað útboð á áskorun verkefnisins, þar sem lögð verður áhersla á að veita einfalt og heildrænt aðgengi að fjölbreyttum þjónustum borgarinnar til íbúa í takt við þjónustustefnuna og í samstarfi við aðra hagaaðila.
Lára Aðalsteinsdóttir stafrænn leiðtogi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit yfir skuldbindingar og áhættur í rekstri vegna 2024-2028. Trúnaðarmál.
Fulltrúar í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði leggja fram bókun sem skráð er í trúnaðarbók.
Anna Karen Arnarsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið. -
Fram fer kynning á framgangi vinnu við sameiningu á nýju sviði. ITR23020003
-
Lagt fram svar sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs dags. 18. apríl 2023 við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði varðandi starfsmannafjölda nýs menningar- og íþróttasviðs sbr. 13. lið fundargerðar frá 27. janúar 2023. ITR23030006
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir skýrt og greinargott svar við fyrirspurn um starfsmannafjölda nýs menningar- og íþróttasviðs.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga Vinstri grænna um Sögu Reykjavíkur sbr. 10. liður fundargerðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 10. mars 2023. ITR23030011
Fulltrúar í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði leggja fram svohljóðandi breytingartillögu:
Lagt er til að sviðsstjóra verði falið að taka upp viðræður við útgefendur og rétthafa Sögu Reykjavíkur um að gerð verði áætlun um kostnað við að gera ritröðina aðgengilega á netinu. Sérstaklega verði horft til tveggja síðustu binda verksins sem hafa verið ófáanleg lengi.
Samþykkt.
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Tillaga Vinstri grænna felur í sér að unnin verði kostnaðaráætlun um að gera Sögu Reykjavíkur aðgengilega á netinu. Sjálfsagt er að verða við þeirri ósk og ráðið leggur til að sviðsstjóri vinni slíka áætlun að höfðu samráði við útgefendur og rétthafa ritraðarinnar. Rétt er að taka fram að með samþykkt tillögunnar felst ekki ákvörðun um að ráðist verði í endurútgáfu verksins heldur að aflað verði nauðsynlegra upplýsinga til að hægt verði að taka upplýsta ákvörðun.
-
Lagt fram svar sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs dags. 18. apríl 2023 við fyrirspurn Vinstri grænna í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði um sértækan frístundastyrk sbr. 10. lið fundargerðar frá 10. febrúar 2023. ITR23030002
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs dags. 19. apríl 2023 við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað við endurbyggingu Grófarhúss sbr. 14. lið fundargerðar frá 24. mars 2023. ITR23040018:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir greinargott svar við fyrirspurn um kostnað við endurbyggingu Grófarhúss. Samkvæmt svarinu nemur frumkostnaðaráætlun verkefnisins 4.400 milljónum króna eða 5.449 milljónum miðað við núgildandi byggingarvísitölu (apríl 2023). Hafa ber í huga að á þessu stigi hönnunar eru vikmörk enn mikil vegna óvissuþátta, sem gera má ráð að geti orðið +50% samkvæmt framlögðu svari. Reynslan hefur kennt borgarfulltrúum að búast beinlínis við því að kostnaður við slík endurbyggingarverkefni fari hressilega fram úr áætlunum. Gangi það eftir gæti kostnaðurinn numið 8.174 milljónum króna miðað við framlagða frumkostnaðaráætlun. Þá er rétt að geta þess að í ofangreinda tölu vantar kostnað við hönnun umræddrar viðbyggingar að innan en sá verkþáttur hefur ekki enn verið kostnaðarmetinn. Fyrirspurnin var lögð fram í ráðinu 24. mars sl. og er til fyrirmyndar að svarið berst innan við mánuði síðar. Svona eiga sviðsstjórar að vera.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 11:40.
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- íþrótta- og tómstundaráðs frá 21. apríl 2023