No translated content text
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2023, föstudaginn 24. mars var haldinn 90. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Hofi og hófst kl. 09:33. Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Kjartan Magnússon, Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Stefán Pálsson og Anna Eyjólfsdóttir varaáheyrnarfulltrúi BÍL. Kristinn Jón Ólafsson tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Eiríkur Björn Björgvinsson, Steinþór Einarsson, María Rut Reynisdóttir og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram minnisblað ásamt tillögu Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 21. mars 2023 vegna förgunar báta. BOS23030002
Samþykkt með 5 atkvæðum. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá.- kl. 09:39 tekur Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum.
Fulltrúa Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Tillaga Borgarsögusafns er að bátnum Erninum verði fargað þar sem hann er í reynd ónýtur, er ekki skráður sem safngripur og hefur afar takmarkað menningarsögulegt gildi að mati sérfræðinga. Með virðingu fyrir gjöfinni á sínum tíma og þeim hlutverkum sem báturinn hefur vissulega gengt m.a. í kvikmyndasögunni er vert að skoða hvort efna mætti til viðburðar þegar bátnum verður fargað þar sem sagan verði reifuð eða hvort hægt sé að nota efniviðinn í listrænum tilgangi.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs dags. 22. mars 2023 vegna erindis frá Listahátíð í Reykjavík dags. 24. febrúar 2023 um endurnýjun samnings um Listahátíð í Reykjavík sem rennur út 31. des. 2023. MOF23030006
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Grófarhúsi - BBS23030022.
Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður og Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri Grófarhúss taka sæti á fundinum undir þessum lið.Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Grófarhús er höfuðsafn Borgarbókasafnsins sem fagnar 100 ára afmæli í ár. Ákveðið var á sínum tíma að ráðast í gagngerar endurbætur og efna til hönnunarsamkeppni með það að markmiði að auka og bæta aðgengi almennings og mæta ólíkum þörfum notenda með sérstaka áherslu á jaðarhópa. Verkefninu er sömuleiðis ætlað að styðja við stafræna umbreytingu borgarinnar. Verðlaunatillagan Vitavegur er innblástur fyrir skilningarvitin, spennandi ferðalag um þekkingarlönd og menningarheima. Mikilvægur hluti undirbúningsins hefur falist í ítarlegu notendasamráði sem mun styrkja mjög hönnunarferil og notagildi Grófarhúss fyrir borgarbúa. Afrakstur átta vinnustofa með notendum verður kynnt á Hönnunarmars í byrjun maí. Stefnt er að því að hönnunarfasa verkefnisins ljúki að mestu á þessu ári en tímalína byggingaframkvæmda mun taka mið af efnahagsástandi og fjárhagsstöðu borgarinnar.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning Dansverkstæðinu, vinnurými dans- og sviðslistamanna.
Tinna Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Dansverkstæðisins tekur sæti á fundinum undir þessum lið.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um fyrirkomulag á útnefningu borgarlistamanns.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á framgangi vinnu við sameiningu á nýju sviði. ITR23020003
-
Rætt um niðurstöðu könnunar meðal starfsmanna um nafn á nýtt svið. ITR23030016
- kl. 11:43 víkur Anna Eyjólfsdóttir af fundi.
-
Fram fer umræða um öryggismál á sundstöðum. ITR23030008
-
Fram fer kynning á Útilífsmiðstöð og Siglunesi. Jafnframt lagt fram erindisbréf vinnuhóps um mögulega sameiningu á starfsemi menningar- og íþróttasviðs og skóla- og frístundasviðs sem snýr að útilífstengdri starfsemi. ITR23030017
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á fjárhagsuppgjöri íþrótta- og tómstundasviðs og menningar- og ferðamálasviðs fyrir árið 2022. Trúnaðarmál. ITR23030018
Anna Karen Arnarsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið. -
Lögð fram að nýju tillaga Vinstri grænna um fjölskylduklefa í Sundhöllinni sbr. 11. liður fundargerðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 10. febrúar 2023.
Samþykkt að vísa tillögunni frá með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar gegn 3 atkvæðum fulltrúa Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins.
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Umræða um fjölskylduklefa í sundlaugum í Reykjavíkur ávarpar mikilvægt málefni og fulltrúar meirihluta taka undir mikilvægi þess að koma til móts við þær kröfur. Hins vegar lúta þær framkvæmdir sem nú eru í undirbúningi ekki að framkvæmdum við búningsklefa heldur lúta þær að endurgerð laugarkers og bakka innisundlaugar, ásamt nýbyggingu fyrir tæknirými. Þegar ný útilaug var tekin í notkun árið 2017 ásamt nýjum kvennaklefa var eldri kvennaklefa breytt tímabundið í karlaklefa og karlaklefinn endurnýjaður með nýrri flísalögn og fleiru. Þegar lokið hafði verið við endurgerð á karlaklefa þá var gamli kvennaklefinn endurnýjaður. Tillagan á því ekki við sem hluti af þessum framkvæmdum og er vísað frá.
Fulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Vinstri grænna í Menningar- íþrótta og tómstundaráði lýsir vonbrigðum með þá niðurstöðu ráðsins að slá út af borðinu vel rökstudda ósk sem komið hefur m.a. frá fulltrúum hinseginsamfélagsins varðandi klefamál í Sundhöllinni. Hugmyndin um fjölskylduklefa var málefnaleg og hefði verðskuldað virkt samtal af hálfu borgaryfirvalda.
-
Lagt fram svar sviðsstjóra menningar og íþróttasviðs dags. 21. mars 2023 við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði varðandi kostnað Reykjavíkurborgar við að fela Borgarsögusafni og Borgarbókasafni að sinna fræðslu og miðlunarstarfi sbr. 5. lið fundargerðar frá 28. febrúar 2023. ITR23030004
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs dags. 21. mars 2023 við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði varðandi áætlaðan rekstarkostnað Borgarskjalasafn í sviðsmyndum í skýrslu KPMG sbr. 6. lið fundargerðar frá 28. febrúar 2023. ITR23030005
Fylgigögn
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
1.Hver er kostnaðaráætlun/kostnaðarmat vinningstillögu vegna endurbyggingar Grófarhúss og hvað er innifalið í henni? 2. Hvenær hófust framkvæmdir vegna viðbyggingar við Grófarhúss og hvenær var gert hlé á þeim? 3. Hver er stærð umræddrar viðbyggingar og hversu stór hluti hennar stendur ónotaður? 4. Hver er áfallinn kostnaður vegna viðbyggingarinnar? Óskað er eftir sundurliðun eftir verkþáttum og árum? 5. Hver er áætlaður kostnaður við að ljúka viðbyggingunni?
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um kostnað hins opinbera við Evrópsku kvikmyndaverðlaunin, sem afhent voru í desember sl., og hvernig hann skiptist á milli ríkisins og Reykjavíkurborgar. Hvert var kostnaðarmat/kostnaðaráætlun þegar ákveðið var að Reykjavíkurborg myndi sækjast eftir því að halda viðburðinn? Hver er endanlegur kostnaður, sundurliðað eftir starfsþáttum og árum
Fundi slitið kl. 12:15
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- íþrótta- og tómstundaráðs frá 24. mars 2023