Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 9

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

MENNINGAR-, ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2018, mánudaginn 10. desember var haldinn 9. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.30. Viðstaddir: Pawel Bartoszek, Aron Leví Beck, Sabine Leskopf, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Katrín Atladóttir, Örn Þórðarson og Baldur Borgþórsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Erling Jóhannesson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Arna Schram og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, árið 2018. RMF16080010

    Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, og Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram tillaga að afgreiðslu styrkja menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs á sviði menningarmála samkvæmt tillögu faghóps skipuðum fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar. Einnig lagt fram heildaryfirlit yfir styrkumsóknir um styrki á sviði menningarmála 2019 og greinargerð faghópsins, dags. 3. desember 2018. Tillagan er færð í trúnaðarbók ráðsins og eru öll gögn þess trúnaðarmerkt. RMF18080005.

    Samþykkt.

    Trúnaði um styrkveitingar verður aflétt við formlega úthlutun styrkjanna í janúar 2019.

    Formaður ráðgefandi faghóps um styrki ráðsins og Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, taka sæti á fundinum undir þessum lið. Gunnlaugur Bragi Björnsson víkur af fundinum við meðferð málsins.

  3. Lagt fram bréf Hallsteins Sigurðssonar, dags. 12. mars 2018, með beiðni um flutning listaverka sinna frá Álfsnesi. Einnig lögð fram umsögn Listasafns Reykjavíkur, dags. 13. ágúst 2018. RMF18040004

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð tekur undir umsögn safnstjóra Listasafns Reykjavíkur og leggur til að 2-3 verkum Hallsteins Sigurðssonar verði fundinn nýr staður í Hallsteinsgarði í Grafarvogi. Ráðið tekur þó fram að kostnaðarmeta þurfi verkefnið, og fjármagna það, áður en ráðist er í framkvæmdir.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 22. nóvember 2018, sbr. 14. lið fundargerðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 26. nóvember 2018, ásamt umsögn ráðsins, dags. 10. desember 2018, um áframhaldandi samstarf við TUFF á Íslandi.

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð telur rétt að borgarráð hefji viðræður um framhald TUFF-verkefnisins en leggur þó ríka áherslu á þau atriði sem fram koma í umsögn ráðsins varðandi ábyrgð, kostnað, verk- og tímaáætlun, gerð samnings, eftirfylgni og sjálfbærni til framtíðar.

    -    Kl. 14.41 víkur Erling Jóhannesson af fundinum.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:00

Pawel Bartoszek Sabine Leskopf