Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
MENNINGAR-, ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2018, mánudaginn 10. desember var haldinn 9. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.30. Viðstaddir: Pawel Bartoszek, Aron Leví Beck, Sabine Leskopf, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Katrín Atladóttir, Örn Þórðarson og Baldur Borgþórsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Erling Jóhannesson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Arna Schram og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, árið 2018. RMF16080010
Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, og Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga að afgreiðslu styrkja menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs á sviði menningarmála samkvæmt tillögu faghóps skipuðum fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar. Einnig lagt fram heildaryfirlit yfir styrkumsóknir um styrki á sviði menningarmála 2019 og greinargerð faghópsins, dags. 3. desember 2018. Tillagan er færð í trúnaðarbók ráðsins og eru öll gögn þess trúnaðarmerkt. RMF18080005.
Samþykkt.
Trúnaði um styrkveitingar verður aflétt við formlega úthlutun styrkjanna í janúar 2019.Formaður ráðgefandi faghóps um styrki ráðsins og Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, taka sæti á fundinum undir þessum lið. Gunnlaugur Bragi Björnsson víkur af fundinum við meðferð málsins.
-
Lagt fram bréf Hallsteins Sigurðssonar, dags. 12. mars 2018, með beiðni um flutning listaverka sinna frá Álfsnesi. Einnig lögð fram umsögn Listasafns Reykjavíkur, dags. 13. ágúst 2018. RMF18040004
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð tekur undir umsögn safnstjóra Listasafns Reykjavíkur og leggur til að 2-3 verkum Hallsteins Sigurðssonar verði fundinn nýr staður í Hallsteinsgarði í Grafarvogi. Ráðið tekur þó fram að kostnaðarmeta þurfi verkefnið, og fjármagna það, áður en ráðist er í framkvæmdir.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 22. nóvember 2018, sbr. 14. lið fundargerðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 26. nóvember 2018, ásamt umsögn ráðsins, dags. 10. desember 2018, um áframhaldandi samstarf við TUFF á Íslandi.
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð telur rétt að borgarráð hefji viðræður um framhald TUFF-verkefnisins en leggur þó ríka áherslu á þau atriði sem fram koma í umsögn ráðsins varðandi ábyrgð, kostnað, verk- og tímaáætlun, gerð samnings, eftirfylgni og sjálfbærni til framtíðar.
- Kl. 14.41 víkur Erling Jóhannesson af fundinum.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 15:00
Pawel Bartoszek Sabine Leskopf