No translated content text
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2022, miðvikudaginn 7. desember var haldinn 84. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu, Tjarnarbúð og hófst kl. 10:04. Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Friðjón R Friðjónsson og Kjartan Magnússon. Kristinn Jón Ólafsson og Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Steinþór Einarsson starfandi sviðsstjóri íþrótta- og tómstundaráðs, Huld Ingimarsdóttir starfandi sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra ÍTR sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á vinnu við sameiningu menningar- og ferðamálasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs.
Arnar Pálsson ráðgjafi, Eiríkur Björn Björgvinsson verðandi sviðsstjóri og Þorsteinn Gunnarsson borgarritari sátu fundinn undir þessum lið.- kl. 10:07 tekur sæti á fundinum Stefán Pálsson.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
6. júní sl. tilkynntu forsvarsmenn nýs borgarstjórnarmeirihluta að málaflokkar íþrótta- og tómstundasviðs og menningar- og ferðamálasviðs yrðu sameinaðir. Nýr meirihluti kaus þannig að taka ákvörðun um umfangsmikla breytingu á stjórnsýslu og þjónustu borgarinnar án þess að fyrir lægi greining á kostum og göllum vegna slíkrar sameiningar gagnvart starfsfólki, viðskiptavinum og þjónustunotendum viðkomandi sviða. Æskilegt hefði verið að greina faglegan og rekstrarlegan ávinning af slíkri sameiningu áður en ákvörðun væri tekin og hrundið í framkvæmd. Jafnframt er óeðlilegt að svo stór skipulagsbreyting fái ekki umræðu fyrir opnum tjöldum í borgarstjórn. Þrátt fyrir að sex mánuðir séu nú liðnir frá umræddri yfirlýsingu hefur starfsfólk umræddra sviða fengið afar litlar upplýsingar um hvernig staðið verður að sameiningunni. Þá hafa enn ekki borist svör við eðlilegum og einföldum grundvallarspurningum um sameininguna, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í borgarráði 6. október sl. Svo óvönduð vinnubrögð og skortur á upplýsingagjöf er ekki í samræmi við viðurkennda breytingarstjórnun í stjórnsýslu en því miður í fullu samræmi við þann flumbrugang, sem einkennt hefur stjórnsýslubreytingar meirihluta Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar. Óskað er eftir því að umræddum spurningum verði svarað sem fyrst og jafnframt bætt úr upplýsingagjöf til starfsmanna vegna umræddra breytinga.
-
Lögð fram ítrekun á fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi sameiningu íþrótta- og tómstundasviðs og menningar- og ferðamálasviðs sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. október 2022.
Fundi slitið kl. 11:05.
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- íþrótta- og tómstundaráðs frá 7. desember 2022