Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2022, mánudaginn 10. október var haldinn 80. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í borgarráðsherbergi og hófst hann kl. 13:30. Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Rannveig Ernudóttir varamaður fyrir Kristinn Jón Ólafsson, Pawel Bartoszek, Birkir Ingibjartsson varamaður fyrir Sabine Leskopf, Birna Hafstein varamaður fyrir Friðjón R Friðjónsson, Kjartan Magnússon, Stefán Pálsson og og Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður, Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Borgarsögusafns, Huld Ingimarsdóttir starfandi sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, María Rut Reynisdóttir skrifstofustjóri menningarmála hjá menningar- og ferðamálasviði, Signý Leifsdóttir verkefnastjóri hjá menningar-, og ferðamálasviði og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra ÍTR sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á starfsemi Borgarbókasafns.
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Ráðið þakkar fyrir vandaða og skilmerkilega kynningu á starfsemi Borgarbókasafnsins. Árið 2023 verður merkisár í sögu Borgarbókasafnsins sem heldur upp á 100 ára afmæli sitt með fjölmörgum viðburðum. Ánægjulegt er að sjá þann mikla metnað sem einkennir starfsemi safnsins.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á starfsemi Listasafns Reykjavíkur.
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Ráðið þakkar fyrir vandaða og skýra kynningu á starfsemi Listasafns Reykjavíkur. Merk tímamót verða í sögu Listasafns Reykjavíkur á næsta ári. 50 ár verða liðin frá opnun Kjarvalsstaða Listasafns Reykjavíkur og Ásmundarsafn fagnar sömuleiðis 40 ára afmæli. Ánægjulegt er að sjá að aðsókn að sýningum safnanna þriggja: Hafnarhúss, Kjarvalsstaða og Ásmundarsafns hefur aukist mikið og er nú orðin meiri en fyrir heimsfaraldur.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á starfsemi Borgarsögusafns.
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Ráðið þakkar fyrir vandaða og skýra kynningu á starfsemi Borgarsögusafns. Mikilvæg stefnumótun verður unnin fyrir Borgarsögusafn og Viðey á komandi misserum. Ánægjulegt er að aðsókn að söfnum Borgarsögusafns hefur aukist hratt á árinu og er umfram áætlanir.
- kl. 15:08 víkja Pálína Magnúsdóttir, Ólöf Kristín Sigurðardóttir og Guðbrandur Benediktsson af fundi.
Fylgigögn
-
Lögð fram og kynnt skýrsla um greiningu menningar- og ferðamálasviðs á styrkjum menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs úr borgarsjóði 2019-2022 út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun, dags. 21. september 2022.
Fylgigögn
-
Lagður fram endurnýjaður samningur vegna sjóðsins Talíu.
Samþykkt.Birna Hafstein víkur af fundi undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Vinstri grænna sbr. fundur ráðsins 26. september 2022 liður 8. ITR22090022
Fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs leggur til að skipaður verði starfshópur undir forystu Borgarsögusafns til að kortleggja stöðu safna og sýningarsetra í borginni, greina hana og gera eftir atvikum tillögur um úrbætur.
Vísað til umsagnar sviðsstjóra menningar-, og ferðamálasviðs.
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Óskað er eftir því að þrjár tillögur, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram á þar síðasta fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs 19. september sl. verði lagðar fyrir ráðið sem fyrst, sbr. 7. grein samþykktar fyrir menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar.
Fundi slitið kl. 15:36
PDF útgáfa fundargerðar
80. Fundargerð menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 10. október 2022.pdf