Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 8

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2018, mánudaginn 26. nóvember var haldinn 8. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu og hófst kl. 13:30. Viðstödd voru: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf, Elín Oddný Sigurðardóttir, Katrín Atladóttir, Björn Gíslason og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri ÍTR, Andrés B. Andreasen, fjármálastjóri ÍTR. Ingvar Sverrisson ÍBR boðaði forföll.
Fundarritari var Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri hjá ÍTR.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á Frístundakortinu.

        Jóhanna Garðarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  2. Lagt fram að nýju bréf nefndar skóla- og frístundasviðs og Íþróttabandalags Reykjavíkur, dags. 11. september 2018, um frístundaakstur. 

        

    Ráðið leggur fram eftirfarandi bókun: 

        

    MÍT hefur skilning á þeim sjónarmiðum sem fram koma í bréfinu en huga verður að kostnaði. Óskað er eftir ítarlegri upplýsingum um hvaða félög eru með frístundaakstur, þjónustustig og gjaldskrá, ánægju með þjónustuna og framlög borgarinnar. MÍT leggur áherslu að forgangsraðað sé í þágu þeirra verkefna þar sem börnum er kennt að nýta sér almenningssamgöngur.

    Kjartan Ásmundsson frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur og Sigrún Sveinbjörnsdóttir frá skóla- og frístundasviði taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skóla- og frístundaráðs, dags. 18. október 2018, vegna stefnu um frístundaþjónustu í Reykjavík til 2025. Jafnframt lagt fram kynningarrit um stefnuna.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf Dansfélagsins Bíldshöfða, dags. 23. október 2018, með ósk um húsaleigustyrk vegna húsnæðis fyrir félagið.

    Synjað.

        

    Ráðið leggur fram eftirfarandi bókun: 

    Erindinu er hafnað. MÍT felur sviðsstjóra í samvinnu við ÍBR að kanna möguleika á því til að koma dansfélaginu inn í hentugt húsnæði á vegum borgarinnar.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf fjármálastjóra ÍTR, dags. 19. nóvember 2018, með yfirliti um innkaup ÍTR 2017-2018.

  6. Fram fer kynning á 9 mánaða uppgjöri ÍTR.

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. nóvember 2018, þar sem vísað er til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins varðandi gjaldtöku í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

        Frestað.

    -    Kl. 15:00 víkur Andrés B. Andreasen af fundi.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 16. nóvember sl., ásamt skýrslu og tillögum stýrihóps um endurskipulagningu og framtíðarskipan fyrir hverfisráð. Óskað er eftir umsögn ráðsins.

        

    Ráðið leggur fram eftirfarandi bókun: 

    Fulltrúar í MÍT sammælast um að rétt sé að vinnu við endurskipulagningu hverfisráðanna ljúki fyrr en síðar. Að öðru leyti telur MÍT ekki ástæðu til að veita sérstaka umsögn um tillögurnar en fulltrúar meirihluta og minnihluta áskilja sér rétt til að lýsa áliti á einstaka þáttum tillagnanna við lokaafgreiðslu málsins í borgarstjórn.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. nóvember 2018, þar sem vísað er til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs mótmæli fastagesta Vesturbæjarlaugar ásamt umsögn ÍTR um málið.

    Ráðið leggur fram eftirfarandi bókun: 

    Það er skylda borgarinnar að búa svo um hnútanna að allir geti notið sundlauganna. Í Vesturbæjarlaug hefur vantað sérklefa fyrir fólk sem þarf rými með betra aðgengi eða kýs af einhverjum ástæðum að nota ekki almenna búningsklefa. Til stendur að færa tækin úr líkamsræktaraðstöðunni annað og nýta það rými undir slíkan sérklefa. MÍT styður þessa forgangsröðun, enda tryggir hún betur það markmið að sem flestir geti notið sundlauganna.

    Fylgigögn

  10. Lögð fram tillaga að úthlutun styrkja ráðsins vegna ársins 2019.

        Samþykkt samhljóða.

  11. Lögð fram hugmynd frá samráðsvefnum Betri Reykjavík, dags. 2. nóvember sl.; app fyrir sund.

        

    Ráðið leggur fram eftirfarandi bókun: 

        Fulltrúar í MÍT þakka fyrir athyglisverða hugmynd. Ýmis vinna í þessa veru er í gangi í borgarkerfinu, jafnt á vettvangi vinnu vegna þjónustustefnu sem og í upplýsingatæknideild borgarinnar. Málið verður tekið til skoðunar.

    Fylgigögn

  12. Lögð fram eftirfarandi tillaga ráðsins:

    Skipaður verði starfshópur til að móta tillögur um fjölmenningarfræðslu fyrir sjálfboðaliða og þjálfara í íþrótta- og tómstundarstarfi í Reykjavík. Starfshópurinn skal skipaður þremur fulltrúum, einum frá Íþrótta- og tómstundarsviði, einum frá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og einum frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Starfshópurinn skal skila tillögum fyrir febrúarlok 2019.

    Samþykkt samhljóða.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram minnisblað skrifstofu ÍTR, ódags., um afgreiðslutíma á Ylströnd.

  14. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 22. nóvember sl., þar sem óskað er eftir umsögn ráðsins um áframhaldandi samstarf við TUFF á Íslandi.

        Frestað.

    Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri Breiðholts, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:15

Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson

Sabine Leskopf